Mál númer 202004341
- 10. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #763
Borist hefur erindi frá Pétri Andra Péturssyni Dam, dags. 29.04.2020, þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi í Helgafellshverfi.
Afgreiðsla 516. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 763. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. júní 2020
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #516
Borist hefur erindi frá Pétri Andra Péturssyni Dam, dags. 29.04.2020, þar sem hann lýsir yfir áhyggjum af umferðaröryggi í Helgafellshverfi.
Bókun fulltrúa M lista. Umferð í Helgarfellshverfi er mikil og mun aukast. Það hlýtur að vera forgangsmál hjá bæjaryfirvöldum að koma á vegtengingu austan úr hverfinu eins og upphaflega var áætluð og standa þannig við skuldbindingar sínar gagnvart íbúum hverfisins.
Erindinu vísað til yfirstandandi skoðunar á umferðaröryggi Helgafellshverfis hjá Umhverfissviði.