Mál númer 202310436
- 10. apríl 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #848
Niðurstaða úthlutunar lóða við Fossatungu og Langatanga lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla 1618. fundar bæjarráðs samþykkt á 848. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. mars 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1618
Niðurstaða úthlutunar lóða við Fossatungu og Langatanga lögð fram til kynningar.
Tilboð í auglýstar lóðir voru opnuð á 1606. fundi bæjarráðs. Alls bárust 26 tilboð, sjö tilboð í einbýlishúsalóðir við Fossatungu og 29 tilboð í raðhúsalóðir við Langatanga.
Á 1607. fundi samþykkti bæjarráð að taka tilboðum þar sem hæsta verð í hverja lóð skyldi lagt til grundvallar með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylltu öll skilyrði um hæfi. Jafnframt var samþykkt að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar féllu frá tilboðum sínum eða uppfylltu ekki hæfisskilyrði og skyldi þá taka tilboði aðila sem næstir voru í röðinni hvað tilboðsverð varðar.
Lóðunum var úthlutað til eftirfarandi aðila:
- Fossatunga 28 til Bjarna Boga Gunnarssonar, tilboðsverð kr. 18.150.000
- Fossatunga 33 til Ástríks ehf., tilboðsverð kr. 15.276.000
- Langitangi 27 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 45.000.000
- Langitangi 29 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
- Langitangi 31 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 40.000.000
- Langitangi 33 til Luxor ehf., tilboðsverð kr. 35.000.000 - 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga 27-33 og Fossatungu 28 og 33.
Afgreiðsla 1607. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu.
Afgreiðsla 1606. fundar bæjarráðs samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 21. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1607
Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga 27-33 og Fossatungu 28 og 33.
Á fundi bæjarráðs sem haldinn var þann 14. desember sl. voru opnuð tilboð í lóðir við Langatanga 27-33 og Fossatungu 28 og 33.
Alls bárust 37 tilboð en eitt tilboð barst eftir að fresti lauk og taldist það því ógilt. Tilboð skiptust þannig:
- Tilboð í einbýlishús við Fossatungu 7
- Tilboð í raðhús við Langatanga 29Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka tilboðum þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við úthlutunarskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi samkvæmt gr. 1.4 í úthlutunarskilmálum og 3. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í úthlutunarskilmálum.
- 14. desember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1606
Opnun tilboða í byggingarrétt lóða við Langatanga og Fossatungu.
Á fundinum voru framkomin tilboð í lóðirnar opnuð. Alls bárust 36 tilboð. Eitt tilboð barst eftir að fresti lauk og telst það því ógilt.
Alls bárust:
7 tilboð í einbýlishúsalóðir við Fossatungu.
29 tilboð í raðhúsalóðir við Langatanga.
Tilboðin verða skráð, flokkuð nánar og tekin til afgreiðslu á fundi bæjarráðs fimmtudaginn 21. desember 2023. - 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til afgreiðslu.
Afgreiðsla 1602. fundar bæjarráðs samþykkt á 839. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 16. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1602
Tillaga um úthlutun lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að byggingarréttur lóða við Langatanga og Fossatungu verði auglýstir til úthlutunar í samræmi við fyrirliggjandi úthlutunarskilmála.
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Tillaga um hvaða forsendur verði lagðar til grundvallar úthlutunar lóða í síðari úthlutun lóða við Úugötu auk úthlutunar lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1599
Tillaga um hvaða forsendur verði lagðar til grundvallar úthlutunar lóða í síðari úthlutun lóða við Úugötu auk úthlutunar lóða við Langatanga og Fossatungu lögð fram til samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að fela bæjarlögmanni og umhverfissviði að undirbúa úthlutunarskilmála vegna úthlutunar á lóðum við Úugötu (síðari hluti), Langatanga og Fossatungu.