Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 202310436

  • 10. apríl 2024

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #848

    Nið­ur­staða út­hlut­un­ar lóða við Fossa­tungu og Langa­tanga lögð fram til kynn­ing­ar.

    Af­greiðsla 1618. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 848. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

    • 21. mars 2024

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1618

      Nið­ur­staða út­hlut­un­ar lóða við Fossa­tungu og Langa­tanga lögð fram til kynn­ing­ar.

      Til­boð í aug­lýst­ar lóð­ir voru opn­uð á 1606. fundi bæj­ar­ráðs. Alls bár­ust 26 til­boð, sjö til­boð í ein­býl­is­húsa­lóð­ir við Fossa­tungu og 29 til­boð í rað­húsa­lóð­ir við Langa­tanga.

      Á 1607. fundi sam­þykkti bæj­ar­ráð að taka til­boð­um þar sem hæsta verð í hverja lóð skyldi lagt til grund­vall­ar með fyr­ir­vara um að til­boðs­gjaf­ar upp­fylltu öll skil­yrði um hæfi. Jafn­framt var sam­þykkt að veita bæj­ar­stjóra um­boð til að sam­þykkja til­boð í lóð­ir í þeim til­vik­um sem til­boðs­gjaf­ar féllu frá til­boð­um sín­um eða upp­fylltu ekki hæfis­skil­yrði og skyldi þá taka til­boði að­ila sem næst­ir voru í röð­inni hvað til­boðsverð varð­ar.

      Lóð­un­um var út­hlutað til eft­ir­far­andi að­ila:
      - Fossa­tunga 28 til Bjarna Boga Gunn­ars­son­ar, til­boðsverð kr. 18.150.000
      - Fossa­tunga 33 til Ást­ríks ehf., til­boðsverð kr. 15.276.000
      - Langi­tangi 27 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 45.000.000
      - Langi­tangi 29 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 40.000.000
      - Langi­tangi 31 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 40.000.000
      - Langi­tangi 33 til Luxor ehf., til­boðsverð kr. 35.000.000

      • 10. janúar 2024

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #842

        Til­laga um út­hlut­un lóða við Langa­tanga 27-33 og Fossa­tungu 28 og 33.

        Af­greiðsla 1607. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 842. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

        • 10. janúar 2024

          Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #842

          Opn­un til­boða í bygg­ing­ar­rétt lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu.

          Af­greiðsla 1606. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 842. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

          • 21. desember 2023

            Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1607

            Til­laga um út­hlut­un lóða við Langa­tanga 27-33 og Fossa­tungu 28 og 33.

            Á fundi bæj­ar­ráðs sem hald­inn var þann 14. des­em­ber sl. voru opn­uð til­boð í lóð­ir við Langa­tanga 27-33 og Fossa­tungu 28 og 33.

            Alls bár­ust 37 til­boð en eitt til­boð barst eft­ir að fresti lauk og tald­ist það því ógilt. Til­boð skipt­ust þann­ig:
            - Til­boð í ein­býl­is­hús við Fossa­tungu 7
            - Til­boð í rað­hús við Langa­tanga 29

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að taka til­boð­um þar sem lagt er til grund­vall­ar hæsta verð í sam­ræmi við út­hlut­un­ar­skil­mála. Til­boð­in eru sam­þykkt með fyr­ir­vara um að til­boðs­gjaf­ar upp­fylli öll skil­yrði um hæfi sam­kvæmt gr. 1.4 í út­hlut­un­ar­skil­mál­um og 3. gr. út­hlut­un­ar­reglna Mos­fells­bæj­ar.

            Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir að veita bæj­ar­stjóra um­boð til að sam­þykkja til­boð í lóð­ir í þeim til­vik­um sem til­boðs­gjaf­ar falla frá til­boð­um sín­um eða upp­fylla ekki hæfis­skil­yrði. Skal þá lagt til grund­vall­ar að taka til­boð­um frá þeim að­il­um sem næst­ir eru í röð­inni hvað varð­ar til­boðsverð, enda séu upp­fyllt skil­yrði í út­hlut­un­ar­skil­mál­um.

            • 14. desember 2023

              Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1606

              Opn­un til­boða í bygg­ing­ar­rétt lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu.

              Á fund­in­um voru fram­komin til­boð í lóð­irn­ar opn­uð. Alls bár­ust 36 til­boð. Eitt til­boð barst eft­ir að fresti lauk og telst það því ógilt.

              Alls bár­ust:
              7 til­boð í ein­býl­is­húsa­lóð­ir við Fossa­tungu.
              29 til­boð í rað­húsa­lóð­ir við Langa­tanga.

              Til­boð­in verða skráð, flokk­uð nán­ar og tekin til af­greiðslu á fundi bæj­ar­ráðs fimmtu­dag­inn 21. des­em­ber 2023.

              • 22. nóvember 2023

                Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #839

                Til­laga um út­hlut­un lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu lögð fram til af­greiðslu.

                Af­greiðsla 1602. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 839. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                • 16. nóvember 2023

                  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1602

                  Til­laga um út­hlut­un lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu lögð fram til af­greiðslu.

                  Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að bygg­ing­ar­rétt­ur lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu verði aug­lýst­ir til út­hlut­un­ar í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi út­hlut­un­ar­skil­mála.

                  • 8. nóvember 2023

                    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #838

                    Til­laga um hvaða for­send­ur verði lagð­ar til grund­vall­ar út­hlut­un­ar lóða í síð­ari út­hlut­un lóða við Úu­götu auk út­hlut­un­ar lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu lögð fram til sam­þykkt­ar.

                    Af­greiðsla 1599. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 838. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 11 at­kvæð­um.

                    • 26. október 2023

                      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1599

                      Til­laga um hvaða for­send­ur verði lagð­ar til grund­vall­ar út­hlut­un­ar lóða í síð­ari út­hlut­un lóða við Úu­götu auk út­hlut­un­ar lóða við Langa­tanga og Fossa­tungu lögð fram til sam­þykkt­ar.

                      Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um að fela bæj­ar­lög­manni og um­hverf­is­sviði að und­ir­búa út­hlut­un­ar­skil­mála vegna út­hlut­un­ar á lóð­um við Úu­götu (síð­ari hluti), Langa­tanga og Fossa­tungu.