Mál númer 202301251
- 6. desember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #840
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Afgreiðsla 1603. fundar bæjarráðs samþykkt á 840. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. nóvember 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1603
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2312_56.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við lánssamning við Arion banka.
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1599
Lagt er til að bæjarráð samþykki viðauka við lánssamning við Arion banka.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum fyrirliggjandi viðauka við lánssamning við Arion banka hf. um lánalínu að fjárhæð 750 m.kr. sem gildi til 20.11.2024. Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs að undirrita viðaukann fyrir hönd Mosfellsbæjar.
- 26. apríl 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #826
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Afgreiðsla 1576. fundar bæjarráðs samþykkt á 826. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. apríl 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1576
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 500.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2305_24.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
- 1. mars 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #822
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Afgreiðsla 1569. fundar bæjarráðs samþykkt á 822. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 23. febrúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1569
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með fimm atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Um er að ræða langtímalán kr. 800.000.000, með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála sem liggja fyrir á fundinum í lánssamningi nr. 2303_12.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjur og framlög til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármögnun afborgana eldri lána sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Mosfellsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
- 1. febrúar 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #820
Minnisblað fjármálastjóra um aðgang að skammtímafjármögnun
Afgreiðsla 1565. fundar bæjarráðs samþykkt á 820. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. janúar 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1565
Minnisblað fjármálastjóra um aðgang að skammtímafjármögnun
Samþykkt með fimm atkvæðum að veita Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra og Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra, heimild til að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að 750 m.kr. upp í fyrirhugaðar lántökur hjá sjóðnum á árinu 2023. Í heimildinni felst umboð til þess að undirrita lánasamninga við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Jafnframt er samþykkt að bæjarráð Mosfellsbæjar veiti Regínu Ásvaldsdóttur, bæjarstjóra Mosfellsbæjar og Pétri Jens Lockton, fjármálastjóra, heimild til að undirrita viðauka við samning við Íslandsbanka frá 21.03.2019 þar sem gildistími 750 m.kr. yfirdráttarheimildar er framlengdur til 01.03.2024.