Mál númer 202310392
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Tillaga um ráðstöfun ágóðahlutagreiðslu EBÍ.
Afgreiðsla 1614. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 22. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1614
Tillaga um ráðstöfun ágóðahlutagreiðslu EBÍ.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum fyrirliggjandi tillögu um ráðstöfun ágóðahlutagreiðslu EBÍ. Bæjarfulltrúar D lista sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
***
Bókun D lista:
Málefnið er gott og göfugt en ákvörðunin er ógagnsæ og er að okkar mati ekki í samræmi við jafnaðarreglur um úthlutanir styrkja á vegum Mosfellsbæjar.Bókun B, C og S lista:
Það fé sem hér er verið að úthluta er ekki hluti af styrktarfé Mosfellsbæjar sem ákvarðað er í fjárhagsáætlun hvers árs. Hér erum að ræða ráðstöfun fjármagns frá EBÍ sem mælst er til að nýtt sé til forvarna og samfélagslegra verkefna.Bæjarráð fól bæjarstjóra að finna verðug verkefni og meirihluti B, S og C lista lýsir ánægju með þau verkefni sem bæjarstjóri lagði til.
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2023.
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1599
Erindi Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands þar sem upplýst er um ágóðahlutagreiðslu 2023.
Samkvæmt erindinu er ágóðahlutur Mosfellsbæjar í sameignarsjóði EBÍ fyrir árið 2023 kr. 1.082.500. Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að fela bæjarstjóra að koma með tillögu að verkefnum sem styrkurinn verði nýttur í. Ásgeir Sveinsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.