Mál númer 202310598
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Tillaga um að velferðarsvið fái afnot af Brúarlandi fyrir félagsstarf eldri borgara.
Afgreiðsla 1615. fundar bæjarráðs samþykkt á 846. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Tillaga velferðarsviðs um flutning á félagsstarfinu kynnt fyrir öldungaráði. Máli vísað til kynningar frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 36. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 846. fundi bæjarstjórnar.
- 29. febrúar 2024
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1615
Tillaga um að velferðarsvið fái afnot af Brúarlandi fyrir félagsstarf eldri borgara.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að heimila velferðarsviði afnot af húsnæði Brúarlands fyrir félagsstarf eldri borgara í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.
***
Bókun D lista:
Það er sérstaklega ánægjulegt að tillaga fulltrúa D lista um færslu félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ í Brúarland skuli hafa verið samþykkt í bæjarráði. Flutningurinn gefur tækifæri til að efla og þróa starfið enn frekar og fjölga þeim sem geta notið þjónustunnar. Við hvetjum öll sem ekki taka þátt í starfinu nú þegar að kynna sér hvað er í boði, því flest ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að húsnæðið verði nýtt fyrir aðra hópa til ýmissa tómstunda og félagsstarfa í Mosfellsbæ um helgar og á kvöldin. Við hlökkum til að sjá Brúarland verða að lifandi tómstundahúsi fyrir alla aldurshópa í Mosfellsbæ.***
Fundarhlé hófst kl. 08:20. Fundur hófst aftur kl. 08:30. - 22. febrúar 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #36
Tillaga velferðarsviðs um flutning á félagsstarfinu kynnt fyrir öldungaráði. Máli vísað til kynningar frá velferðarnefnd.
Öldungaráð er jákvætt fyrir og fagnar hugmyndum um flutning félagsstarfsins í Brúarland sem skapar einnig möguleika á fjölbreyttara og enn öflugara félagasstarfi.
- 21. febrúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #845
Tillaga velferðarsviðs um flutning á félagsstarfi lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla 17. fundar velferðarnefndar samþykkt á 845. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. febrúar 2024
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #17
Katrín Dóra vék af fundi kl 07:23Tillaga velferðarsviðs um flutning á félagsstarfi lögð fram til samþykktar.
Velferðarnefnd samþykkir með 5 atkvæðum að félagsstarf Mosfellsbæjar verði flutt frá Eirhömrum í Brúarland og leggur til við bæjarráð að það veiti samþykki sitt fyrir því að félagsstarfinu verði komið fyrir í Brúarlandi.
Jafnframt samþykkt með 5 atkvæðum að vísa til bæjarráðs endurskoðun núverandi samninga þess húsnæðis sem félagsstarfið hefur til afnota samkvæmt fyrirliggjandi tillögu.
Þá óskar velferðarnefnd eftir því að bæjarráð heimili að farið sé í áfangaskiptar endurbætur á Brúarlandi samkvæmt tillögu umhverfissviðs þar að lútandi.
Velferðarnefnd vísar afgreiðslu þessa máls til kynningar í öldungaráði Mosfellsbæjar.
- 24. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #843
Þarfagreining vegna húsnæðis lögð fyrir í kjölfar heimsóknar velferðarnefndar í Brúarland.
Afgreiðsla 16. fundar velferðarnefndar samþykkt á 843. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 10. janúar 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #842
Þarfagreining vegna húsnæðis lögð fyrir í kjölfar heimsóknar velferðarnefndar í Brúarland.
Afgreiðsla 15. fundar velferðarnefndar samþykkt á 842. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. desember 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #15
Þarfagreining vegna húsnæðis lögð fyrir í kjölfar heimsóknar velferðarnefndar í Brúarland.
Aðstöðumál félagsstarfs aldraðra hafa verið til skoðunar undanfarna mánuði. Félagsstarfið hefur fengið afnot af Hlégarði vikulega síðan í júlí á þessu ári og hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir og fjölgað hefur í hópi notenda þjónustunnar. Þá eru í farvatninu breytingar að Eirhömrum með fjölgun dagdvalarrýma sem kallað hafa á endurmat á húsnæðisþörf félagsstarfsins þar. Velferðarnefnd fól velferðarsviði að gera þarfagreiningu fyrir þessa starfsemi og fyrir fundi nefndarinnar liggur minnisblað um þá vinnu.
Velferðarnefnd telur, eftir að hafa skoðað Brúarland, að heppilegt gæti verið að búa félagsstarfi aldraðra varanlega aðstöðu í því húsi. Því óskar nefndin eftir að umhverfissviði verði falið að gera úttekt á ástandi hússins, kostnaðarmeta nauðsynlegar endurbætur og aðlögun húsnæðisins að breyttri notkun og stilla upp tímaáætlun fyrir það verkefni.
Jafnframt leggur velferðarnefnd áherslu á að aðlögun húsnæðisins verði unnin í nánu samstarfi við Félagsstarf aldraðra, FAMOS og öldungaráð Mosfellsbæjar. Þá leggur nefndin til að reynt verði að hraða þessu verkefni eins og kostur er. - 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarfið lögð fyrir öldungaráð til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 35. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 839. fundi bæjarstjórnar.
- 16. nóvember 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #35
Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarfið lögð fyrir öldungaráð til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar því að fara eigi í þarfagreiningu varðandi félagsstarf eldri borgara og hafa áhuga á því að taka þátt í slíkri greiningu.
Í samtalinu komu upp umræður varðandi húsnæðismál, mikilvægi teymisvinnu/starfshóps ólíkra hagsmunaaðila og þörf til að greina milli þess hvort verið sé að þarfagreina starfsemi þjónustumiðstöðvar eða félagsmiðstöðvar. - 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. október 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #13
Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Þátttaka í félagsstarfi eldri borgara eykst jafnt og þétt og hefur í raun sprengt utan af sér núverandi húsnæði. Á þessu ári hefur verið gerð tilraun með að bjóða upp á félagsstarf utan Hlaðhamra sem hefur gefist mjög vel og skilað sér í aukinni aðsókn eldri borgara sem búa utan Hlaðhamra. Þá er ljóst að stækkun dagdvalar mun kalla á viðbótarrými fyrir félagsstarfið. Því telur velferðarnefnd afar brýnt að leitað verði allra leiða til að finna félagsstarfinu hentugt framtíðarhúsnæði að undangenginni þarfagreiningu og í samstarfi við öldungaráð Mosfellsbæjar.
Velferðarnefnd samþykkir samhljóða að farið verði í þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar og vísar afgreiðslu málsins til öldungaráðs til umfjöllunar.