Mál númer 202310598
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarfið lögð fyrir öldungaráð til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Afgreiðsla 35. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 839. fundi bæjarstjórnar.
- 16. nóvember 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #35
Þarfagreining vegna húsnæðis fyrir félagsstarfið lögð fyrir öldungaráð til kynningar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Öldungaráð fagnar því að fara eigi í þarfagreiningu varðandi félagsstarf eldri borgara og hafa áhuga á því að taka þátt í slíkri greiningu.
Í samtalinu komu upp umræður varðandi húsnæðismál, mikilvægi teymisvinnu/starfshóps ólíkra hagsmunaaðila og þörf til að greina milli þess hvort verið sé að þarfagreina starfsemi þjónustumiðstöðvar eða félagsmiðstöðvar. - 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. október 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #13
Tillaga um þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Þátttaka í félagsstarfi eldri borgara eykst jafnt og þétt og hefur í raun sprengt utan af sér núverandi húsnæði. Á þessu ári hefur verið gerð tilraun með að bjóða upp á félagsstarf utan Hlaðhamra sem hefur gefist mjög vel og skilað sér í aukinni aðsókn eldri borgara sem búa utan Hlaðhamra. Þá er ljóst að stækkun dagdvalar mun kalla á viðbótarrými fyrir félagsstarfið. Því telur velferðarnefnd afar brýnt að leitað verði allra leiða til að finna félagsstarfinu hentugt framtíðarhúsnæði að undangenginni þarfagreiningu og í samstarfi við öldungaráð Mosfellsbæjar.
Velferðarnefnd samþykkir samhljóða að farið verði í þarfagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði félagsstarfs Mosfellsbæjar og vísar afgreiðslu málsins til öldungaráðs til umfjöllunar.