Mál númer 202310508
- 6. mars 2024
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #846
Þjónustukönnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir til kynningar.
Afgreiðsla 36. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 846. fundi bæjarstjórnar.
- 22. febrúar 2024
Öldungaráð Mosfellsbæjar #36
Þjónustukönnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir til kynningar.
Öldungaráð fagnar því að nú verði lögð fyrir þjónustukönnun í málaflokki eldri borgara með það að markmiði að bæta þjónustuna.
- 22. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #839
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir Öldungaráð til kynningar.
Afgreiðsla 35. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 839. fundi bæjarstjórnar.
- 16. nóvember 2023
Öldungaráð Mosfellsbæjar #35
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir Öldungaráð til kynningar.
Öldungaráð fagnar ákvörðun um könnun í málaflokki eldri borgara og þykir mikilvægt að byrja á þjónustukönnun fyrir þá sem eru að nýta stuðningsþjónustu í sveitarfélaginu.
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Afgreiðsla 13. fundar velferðarnefndar samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 31. október 2023
Velferðarnefnd Mosfellsbæjar #13
Tillaga um könnun í málaflokki eldri borgara lögð fyrir velferðarnefnd til samþykktar.
Samkvæmt stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara 2020-2027 ber reglulega að framkvæma viðhorfskönnun um óskir 60 ára og eldri fyrir framtíðarbúsetu og þjónustu. Mikill vilji er hjá velferðarnefnd að bæta og auka þjónustu við þennan aldurshóp. Einnig hefur öldungaráð Mosfellsbæjar lagt mikla áherslu á að gerð verði könnun á þjónustu við eldri borgara. Velferðarnefnd telur að ítarleg könnun meðal eldri borgara í Mosfellsbæ væri afar gagnlegt verkfæri til að bæta og þróa þjónustu við þann ört stækkandi aldurshóp.
Velferðarnefnd samþykkir að gerð verði könnun meðal eldri borgara til að kanna líðan þeirra og upplifun af þjónustu sveitarfélagsins ásamt því að safna upplýsingum sem nýtast munu við framtíðarþróun þjónustu í málaflokki eldri borgara.