Mál númer 202310471
- 8. nóvember 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #838
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 uppfylli ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar A-hluta.
Afgreiðsla 1599. fundar bæjarráðs samþykkt á 838. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 26. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1599
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) þar sem bent er á að ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 uppfylli ekki öll lágmarksviðmið eftirlitsnefndar vegna rekstrar A-hluta.
Anna María Axelsdóttir, staðgengill sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, fór yfir stöðu sveitarfélagsins með tilliti til ábendinga EFS, m.a. að samkvæmt bráðabirgðaákvæði í sveitarstjórnarlögum er heimild til að víkja frá skilyrðum um jafnvægisreglu og skuldareglu út árið 2025. Fyrir liggur að samkvæmt gildandi fjárhagsáætlun verður sveitarfélagið innan allra viðmiða EFS þegar bráðabirgðaákvæðið fellur úr gildi.
- 25. október 2023
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #837
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.
Afgreiðsla 1598. fundar bæjarráðs samþykkt á 837. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 19. október 2023
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1598
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) vegna ársreiknings Mosfellsbæjar fyrir árið 2022.
Málinu frestað til næsta fundar vegna tímaskorts.