Mál númer 202206013
- 26. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #814
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda. Frestað frá síðasta fundi.
Afgreiðsla 1552. fundar bæjarráðs samþykkt á 814. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 13. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1552
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda. Frestað frá síðasta fundi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til umfjöllunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.
Bókun D lista:
Bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins vísa í tillögu sína frá því fyrr á þessu kjörtímabili um að fasteignagjöld verði ekki hækkuð umfram vísitölu.
Þetta hefur verið gert umdanfarin ár í tíð fyrri meirihluta til að sporna við miklum hækkunum á fasteignagjöldum.Einnig er í samþykktum Mosfellsbæjar ákvæði um afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara og eru þeir afslættir tekjutengdir.
Bókun B, C og S lista:
Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar er kveðið á um að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun um álagningarprósentu verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar. - 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda.
Afgreiðsla 1551. fundar bæjarráðs samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 6. október 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1551
Sameiginleg áskorun frá Félagi atvinnurekenda, Húseigendafélaginu og Landsambandi eldri borgara varðandi álagningu fasteignagjalda.
Frestað vegna tímaskorts.
- 15. júní 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #807
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Afgreiðsla 1537. fundar bæjarráðs samþykkt á 807. fundi bæjarstjórnar með ellefu atkvæðum.
- 9. júní 2022
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1537
Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa nánari ákvörðun um álagningarprósentu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2023 í samræmi við málefnasamning meirihlutans.
Bókun B, S og C lista:
Fyrir liggur að fasteignamat í Mosfellsbæ hefur hækkað gríðarlega mikið milli ára vegna ástandsins á fasteignamarkaði.Í málefnasamningi Framsóknar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar er kveðið á um að álagningarprósentur fasteignagjalda skuli lækkaðar til að koma til móts við hækkun fasteignamats. Ákvörðun um álagningarprósentu verður tekin við gerð fjárhagsáætlunar.