Mál númer 202205305
- 12. október 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #813
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 16.05.2022, í umboði landeigenda Margrétar Tryggvadóttur, dags. 04.09.2022, með ósk um skiptingu landa L222498 og L226358 og stofnunar nýs lands.
Afgreiðsla 573. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 813. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
- 7. október 2022
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #573
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 16.05.2022, í umboði landeigenda Margrétar Tryggvadóttur, dags. 04.09.2022, með ósk um skiptingu landa L222498 og L226358 og stofnunar nýs lands.
Skipulagsnefnd heimilar uppskiptingu lands í samræmi við hnitsett gögn, skv. 1. mgr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Landeigandi ber ábyrgð á að tryggja aðkomu lands í gegnum önnur einkalönd. Engar uppbyggingarheimildir fylgja nýju landi. Málinu er vísað til úrvinnslu á umhverfissviði og skal málsaðili greiða þann kostnað sem af verkinu hlýst.
Samþykkt með fimm atkvæðum.