Mál númer 201510265
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Bæjarráð vísaði erindi varðandi ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar til fjölskyldunefndar til kynningar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar og þá sér í lagi hvatningu þingsins þess efnis að löggjafinn fullgildi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn er til þess fallinn að draga úr því misrétti sem fatlaðir eru öðrum fremur beittir og vinna gegn fordómum í þeirra garð. Sveitarfélögin fara með málefni fatlaðra og mikilvægt að þau sýni réttindum þeirra áhuga og hvetji löggjafann til að fullgilda samninginn.$line$$line$Afgreiðsla 237. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 13. nóvember 2015
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #237
Bæjarráð vísaði erindi varðandi ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar til fjölskyldunefndar til kynningar.
Lagt fram.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Erindi varðandi ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015 lagt fram.
Afgreiðsla 1233. fundar bæjarráðs samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1233
Erindi varðandi ályktanir Landsþings Landssamtakanna Þroskahjálpar 2015 lagt fram.
Lagt fram. Samþykkt með þremur atkvæðum að senda erindið til fjölskyldunefndar til upplýsingar.