Mál númer 201510246
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Skipulagsnefnd féllst á 399. fundi á erindi um fjölgun íbúða um eina, en vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar til bæjarráðs.
Afgreiðsla 1234. fundar bæjarráðs samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 5. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1234
Skipulagsnefnd féllst á 399. fundi á erindi um fjölgun íbúða um eina, en vísaði ákvörðun um gjaldtöku vegna viðbótaríbúðar til bæjarráðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna viðbótaríbúðar við Vefarastræti 7-11 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna breytingarinnar.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Jón Hrafn Hlöðversson byggingafræðingur spyrst 19.10.2015 f.h. Varmárbyggðar ehf fyrir um hvort nefndin samþykki að íbúðum í húsinu verði fjölgað um eina, sbr. meðfylgjandi gögn.
Afgreiðsla 399. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #399
Jón Hrafn Hlöðversson byggingafræðingur spyrst 19.10.2015 f.h. Varmárbyggðar ehf fyrir um hvort nefndin samþykki að íbúðum í húsinu verði fjölgað um eina, sbr. meðfylgjandi gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fjölga íbúðum um eina þar sem um er að ræða óveruleg frávik fá deiliskipulagi. Umfjöllun um gjaldtöku fyrir aukaíbúð er vísað til bæjarráðs.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna Vefarastrætis 7-11: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar ítrekar öll atriði bókunnar sinnar frá 2. mars 2015, og leggst gégn fjölgun íbúða í húsunum, enda því færri íbúðir sem byggðar eru samkvæmt þessari tillögu, því betra.