Mál númer 201510292
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu um umferðarmál í Hlíðartúnshverfi og hugsanlega lokun tengingar Aðaltúns við Vesturlandsveg.
Afgreiðsla 402. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #402
Lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu um umferðarmál í Hlíðartúnshverfi og hugsanlega lokun tengingar Aðaltúns við Vesturlandsveg.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að skoða möguleika á lokun tengingar Aðaltúns við Vesturlandsveg.
- 18. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #660
Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir. Frestað á 399. fundi.
Afgreiðsla 400. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 10. nóvember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #400
Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir. Frestað á 399. fundi.
Skipulagsnefnd felur umhverfissviði að taka saman greinargerð vegna málsins.
- 4. nóvember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #659
Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir.
Afgreiðsla 399. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 659. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. október 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #399
Borist hefur undirskriftalisti frá íbúum í Hlíðartúnshverfi, með ósk um að Aðaltúni verði lokað varanlega við Vesturlandsveg og aðkoma að hverfinu verði eingöngu frá Skarhólabraut eins og verið hefur í sumar meðan framkvæmdir við undirgöng undir Vesturlandsveg hafa staðið yfir.
Frestað.