Mál númer 201510239
- 11. maí 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #671
Ummæli forseta bæjarstjórnar er varða samþykktir menningarmálanefndar á bæjarstjórnarfundi 666. þann 2. mars. Hildur Margrétardóttir óskar eftir málinu á dagskrá.
Afgreiðsla 197. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 671. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. maí 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #197
Ummæli forseta bæjarstjórnar er varða samþykktir menningarmálanefndar á bæjarstjórnarfundi 666. þann 2. mars. Hildur Margrétardóttir óskar eftir málinu á dagskrá.
Í framhaldi af umræðum á bæjarstjórnarfundi 2. mars síðastliðinn ítrekar menningarmálanefnd fyrri afstöðu í málinu og fagnar um leið þeim skilningi bæjarfulltrúa að æskilegt sé að óska eftir umsögn nefndarinnar við kaup á listaverkum í og við stofnanir og önnur mannvirki bæjarins.
- 2. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #666
Lagt fram minnisblað forstöðumanns samkv. ákvörðun síðasta fundar.
Afgreiðsla 195. fundar menningarmálanefdar samþykkt á 666. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #195
Lagt fram minnisblað forstöðumanns samkv. ákvörðun síðasta fundar.
Menningarmálanefnd telur æskilegt að leitað sé eftir umsögn menningarmálanefndar við kaup á listaverkum í og við stofnanir og önnur mannvirki bæjarins. Það er í samræmi við það hlutverk sem nefndinni hefur verið falið í stjórnskipulagi Mosfellsbæjar.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Ósk frá fulltrúa Íbúahreyfingar um mál á dagskrá
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. nóvember 2015
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #194
Ósk frá fulltrúa Íbúahreyfingar um mál á dagskrá
Forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar falið að taka saman gögn um ákvarðanatöku þegar listaverk eru keypt á vegum Mosfellsbæjar. Málið sett aftur á dagskrá næsta fundar.