Mál númer 201510149
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Umsagnir starfsmanna um erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. lagðar fram.
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. nóvember 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1236
Umsagnir starfsmanna um erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. lagðar fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni að svara bréfritara í samræmi við framlögð minnisblöð.
- 21. október 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #658
Malbikunarstöðin Höfði óskar með bréfi eftir framleningu á samningi um efnistöku úr Seljadalsnámu um 5 ár.
Afgreiðsla 1231. fundar bæjarráðs samþykkt á 658. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. október 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1231
Malbikunarstöðin Höfði óskar með bréfi eftir framleningu á samningi um efnistöku úr Seljadalsnámu um 5 ár.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að beiðninni verði hafnað vegna þeirra miklu óþæginda sem íbúar á svæðinu verða fyrir vegna flutninga á grjóti úr náminu. Fá mál eru jafnvel upplýst og því ekki ástæða til að bíða með svar.Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Bókun fulltrúa S-, V- og D-lista:
Bæjarráð telur mikilvægt að rannsóknarskyldu sé sinnt áður en afstaða sé tekin til fyrirliggjandi erindis, það eru góðir stjórnsýsluhættir og á þeim grundvelli fellum við tillögu M-lista.Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanni bæjarins að veita umsögn um erindið.