Mál númer 201505227
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. nóvember 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #165
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Farið yfir drög að stefnumótun friðlýstra svæða. Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög. Umhverfissviði falið að vinna verkáætlun í framhaldinu og leggja fyrir umhverfisnefnd.
Bókun fulltrúa M-lista:
Fulltrúi M- listans lýsir áhyggjur yfir því hve lítið fjármagn er sett í umhverfismálin. Á heimasíðu Mos. má lesa ?Mosfellsbær hefur metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum og skipar umhverfið stóran sess í lífi bæjarbúa?
Í Mosfellsbænum eru 4 friðlýst svæði (Varmárósar, Tungufoss, Álafoss og fólkvangurinn Bringur). Fleiri svæði eru á náttúruminjaskrá (Leiruvogur, óshólmar Leirvogsár, Úlfarsá og Blikastaðakró, Tröllafoss og Varmá).
Öll þessi svæði þurfa eftirlit og vöktun. Bæjarbúar ættu að vera upplýst um þær náttúruperlar sem eru innan bæjarmarka, bæði með upplýsingarskiltum og á heimasíðunni. Á heimasíðunni er hins vegar lítið að finna um friðlýstu svæðin nema um Varmárósa. Aðgengi að sumum þessara svæða þarf að bæta verulega. Til dæmis vantar góður göngustígur sunnan megin við Tungufoss. Stígurinn meðfram Varmána er illa farinn eftir flóð s.l. vetur og þarfnast lagfæringar.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis má sjá að síðasta úttekt á ám í Mosfellsbæ var gerð 2009. Varmá, Úlfarsá og einnig Kaldakvísl fengu þá ekki góða einkunn það sem gerlar og áburðaefni snertir. - 3. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #651
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Afgreiðsla 160. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 651. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. maí 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #160
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ. Umhverfisnefnd samþykkir framlögð gögn og óskar eftir að verkefnið verði unnið áfram af hálfu umhverfissviðs. Umhverfisnefnd leggur til að stefnumótunin verði tekin upp að nýju í september.