Mál númer 2016081672
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslur menningarmálanefndar á 1270. fundi 25. ágúst sl.
Afgreiðsla 200. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. september 2016
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #200
Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar og afgreiðslur menningarmálanefndar á 1270. fundi 25. ágúst sl.
Að áliti nefndarinnar er hlutverk Mosfellsbæjar að stuðla að öflugu tómstunda- og menningarstarfi eldri borgara í bænum. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að fela forstöðumanni þjónustu- og samskiptadeildar að ræða við bréfritara umrædds erindis frá FaMos og rekstraraðila Hlégarðs um að félagið haldi áfram sín skemmtikvöld í Hlégarði í vetur. Nefndin mælir með því að ekki verði innheimt húsaleiga fyrir umrædd kvöld en FaMos standi straum af útlögðum kostnaði við þessar samkomur.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Ósk um afnot af Hlégarði fyrir félagsstarf FaMos.
Afgreiðsla 1270. fundar bæjarráðs samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. ágúst 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1270
Ósk um afnot af Hlégarði fyrir félagsstarf FaMos.
Aldís Stefánsdóttir (AS), framkvæmdastjóri þjónstu- og samskiptadeildar, mætti á fundinn undir þessum lið.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar og afgreiðslu menningarmálanefndar.