Mál númer 201608978
- 14. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #678
Félagasamtökin Villikettir óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um málið.
Afgreiðsla 1272. fundar bæjarráðs samþykkt á 678. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1272
Félagasamtökin Villikettir óska eftir samstarfi við Mosfellsbæ. Lögð fram umsögn umhverfisstjóra um málið.
Bæjarráð sér ekki ástæðu til að fara í samstarf við félagasamtökin Villiketti að svo stöddu en þakkar sýndan áhuga.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga?Gelda?Skila.
Afgreiðsla 1269. fundar bæjarráðs samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 18. ágúst 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1269
Dýraverndunarfélagið Villikettir óskar eftir samstarfi við Mosfellsbæ og viðurkenningu á aðferðafræði sinni sem kennd er við TNR (Trap-Neuter-Return) eða Fanga?Gelda?Skila.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar umhverfisstjóra.