Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 2016081486

 • 28. september 2016

  Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #679

  Drög að sam­komu­lagi vegna upp­bygg­ing­ar á Sunnukrika 3-9 lögð fram. Mál­inu var frestað á síð­asta fundi.

  Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
  Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar und­ir­strik­ar mik­il­vægi þess að bæj­ar­stjórn hafi íbúa og fag­fólk með í ráð­um þeg­ar kem­ur að því að meta hvers kon­ar at­vinnu­starf­semi er heppi­leg í Sunnukrika 3-9.
  Skipu­lags­vald­ið er Mos­fells­bæj­ar og Mos­fell­inga og brýnt að það sé skýrt áður en einka­að­il­ar leggjast í frek­ari skipu­lags- og hug­mynda­vinnu.
  Í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 er starf­semi á mið­svæði skil­greind. Þrátt fyr­ir að skipu­lag­ið hafi ekki ver­ið full­unn­ið fyrr en í júní 2013 er vitn­að í gömlu skipu­lags­reglu­gerð­ina sem rann sitt skeið í lok árs 2012. Í henni kem­ur fram að mögu­lega rúm­ist veit­inga- og gisti­heim­ili inn­an mið­svæð­is en ekki hót­el. Á því er reg­in­mun­ur og sam­ráð því sér­stak­lega mik­il­vægt ef far­ið verð­ur út í skipu­lags­vinnu sem ger­ir ráð fyr­ir hót­eli.
  Sigrún H Páls­dótt­ir

  Bók­un D- og V- lista
  Í um­ræddu máli var bæj­ar­stjóra fal­ið að ræða við um­sækj­end­ur um út­hlut­un lóð­anna. Bæj­ar­full­trú­ar V- og D- lista fagna því að að­il­ar hafi áhuga á að koma og byggja upp at­vinnu­starf­semi í mið­bæ Mos­fells­bæj­ar.

  Hér er því ekki um að ræða skipu­lags­verk­efni að svo stöddu. Komi til þess að við­kom­andi að­il­ar fái lóð­un­um út­hlutað og hefji þar upp­bygg­ingu verð­ur sú upp­bygg­ing að óbreyttu í sam­ræmi við nú­gild­andi skipu­lag. Verði óskað eft­ir breyt­ingu á því skipu­lagi mun slík breyt­ing fara í gegn­um lög­bund­ið sam­ráðs­ferli.

  Bók­un S-lista
  Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja ótíma­bært að kalla til sam­ráðs eða sam­keppni vegna er­ind­is frá tveim­ur fyr­ir­tækj­um vegna hugs­an­legr­ar upp­bygg­ing­ar við Sunnukrika. Sam­þykkt bæj­ar­ráðs fól ein­ung­is í sér heim­ild til bæj­ar­stjóra um sam­tal við um­sækj­end­ur varð­andi hug­mynd­ir þeirra. Hver sem nið­ur­staða þess sam­tals verð­ur mun mál­ið koma aft­ur til um­fjöll­un­ar og þá má vænta þess að skýr­ari mynd verði komin á hug­mynd­ir um­sækj­enda sem auð­velda muni efn­is­lega um­ræðu um upp­bygg­ingu versl­un­ar og þjón­ustu við Sunnukrika skv. skipu­lagi. Á þeim tíma­punkti er sjálf­sagt að skoða sam­ráð við íbúa um út­færslu skipu­lags lóð­anna.

  Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
  Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

  Af­greiðsla 1273. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 679. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 15. september 2016

   Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1273

   Drög að sam­komu­lagi vegna upp­bygg­ing­ar á Sunnukrika 3-9 lögð fram. Mál­inu var frestað á síð­asta fundi.

   Borist hef­ur ósk frá Leigu­fé­lag­inu Bestlu ehf. um sam­st­arf vegna upp­bygg­ing­ar á lóð­um við Sunnukrika 3-9. Jafn­framt hef­ur borist ósk frá Virð­ingu um út­hlut­un á sömu lóð­um. Í ljósi þessa sam­þykk­ir bæj­ar­ráð með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að ræða við um­sækj­end­ur um út­hlut­un lóð­anna.

   Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
   Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur brýnt að Mos­fells­bær efni til íbúa­fund­ar áður en bæj­ar­ráð tek­ur af­stöðu til hug­mynda verktaka um nýt­ingu lóða við Sunnukrika 3-9 en þær til­heyra mið­svæði bæj­ar­ins. Í kjöl­far­ið verði efnt til hug­mynda­sam­keppni með­al arki­tekta um þró­un svæð­is­ins. Hlut­verk Mos­fells­bæj­ar yrði síð­an að efna til út­boðs á grund­velli vinn­ingstil­lög­unn­ar.

   Ástæða þess að Íbúa­hreyf­ing­in legg­ur til að þessi leið verði farin er að hug­mynd­ir eru uppi um að gera Sunnukrik­ann að ferða­þjón­ustu­svæði en það hef­ur ekki ver­ið inn í mynd­inni fyrr en nú og þarfn­ast um­ræðu í bæj­ar­fé­lag­inu. Að mati Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er ekki nóg að fyr­ir liggi sú skil­grein­ing í skipu­lagi að Sunnukriki sé at­vinnu- og þjón­ustu­svæði. Ræða þarf fyr­ir­hug­aða starf­semi við íbúa.

   Bók­un D- og V- lista
   Um­rætt svæði er mið­bæj­ar­svæði sam­kvæmt að­al­skipu­lagi og þar ligg­ur fyr­ir deili­skipu­lag þar sem gert er ráð fyr­ir at­vinnu- og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um á stór­um lóð­um. Um­rædd­ar lóð­ir hafa ver­ið aug­lýst­ar laus­ar til út­hlut­un­ar á heima­síðu bæj­ar­ins í lang­an tíma. Við fögn­um því að nú hafa að­il­ar sýnt því áhuga að koma og byggja upp at­vinnu­starf­semi í Mos­fells­bæ.

   • 14. september 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #678

    Drag að sam­komu­lagi vegna upp­bygg­ing­ar á Sunnukrika 3-9 lögð fram.

    Af­greiðsla 1272. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 678. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 8. september 2016

     Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1272

     Drag að sam­komu­lagi vegna upp­bygg­ing­ar á Sunnukrika 3-9 lögð fram.

     Frestað.

    • 31. ágúst 2016

     Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #677

     Beiðni um sam­st­arf við þró­un og upp­bygg­ingu á Sunnukrika 3-9.

     Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
     Þessi máls­með­ferð sam­rým­ist ekki að mínu mati því hvern­ig taka á ákvarð­an­ir þar sem höndlað er með al­mannafé, ef sveit­ar­fé­lag ætl­ar í sam­st­arf við fyr­ir­tæki þarf að liggja ljóst fyr­ir að rætt hafi ver­ið við þau fyr­ir­tæki sem sinna þjón­ustu af þessu tagi og að við­kom­andi fyr­ir­tæki hafi kom­ið best út úr þeirri könn­un. Ég legg til að kann­að verði hvort hugs­an­lega séu ein­hver tengsl þess vald­andi að bæj­ar­ráð kýs að af­greiða mál­ið með svo óeðli­leg­um hætti.

     Bók­un S-lista
     Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar full­yrða að eðli­lega hafi ver­ið stað­ið að af­greiðslu þessa er­ind­is á vett­vangi bæj­ar­ráðs. Öll­um brigsl­um bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar um tengsl bæj­ar­full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar við við­kom­andi fyr­ir­tæki er vísað til föð­ur­húsa þar sem þau eru með öllu til­hæfu­laus og ósmekk­leg.

     Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
     Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

     Bók­un D- og V-lista
     Um er að ræða lóð­ir sem hafa ver­ið aug­lýst­ar í opnu og gegn­sæu ferli í fjölda ára. Hér barst bæj­ar­ráði er­indi frá fyr­ir­tæki sem hef­ur áhuga á sam­starfi um þró­un og upp­bygg­ingu á lóð­un­um. Bæj­ar­ráð fól bæj­ar­stjóra við­ræð­ur við um­rædda að­ila, ná­kvæm­lega ekk­ert er óeðli­legt við þessa af­greiðslu og ósæmi­legt með öllu að setja hér fram sam­særis­kenn­ingu um tengsl að­ila enda eru slík­ar kenn­ing­ar al­gjör­lega úr lausu lofti gripn­ar.

     Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 25. ágúst 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1270

      Beiðni um sam­st­arf við þró­un og upp­bygg­ingu á Sunnukrika 3-9.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að fara í við­ræð­ur við Leigu­fé­lag­ið Bestlu ehf. um mögu­leg­an sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu hót­els og þjónstukjarna að Sunnukrika 3-9.