Mál númer 2016081486
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar undirstrikar mikilvægi þess að bæjarstjórn hafi íbúa og fagfólk með í ráðum þegar kemur að því að meta hvers konar atvinnustarfsemi er heppileg í Sunnukrika 3-9.
Skipulagsvaldið er Mosfellsbæjar og Mosfellinga og brýnt að það sé skýrt áður en einkaaðilar leggjast í frekari skipulags- og hugmyndavinnu.
Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er starfsemi á miðsvæði skilgreind. Þrátt fyrir að skipulagið hafi ekki verið fullunnið fyrr en í júní 2013 er vitnað í gömlu skipulagsreglugerðina sem rann sitt skeið í lok árs 2012. Í henni kemur fram að mögulega rúmist veitinga- og gistiheimili innan miðsvæðis en ekki hótel. Á því er reginmunur og samráð því sérstaklega mikilvægt ef farið verður út í skipulagsvinnu sem gerir ráð fyrir hóteli.
Sigrún H PálsdóttirBókun D- og V- lista
Í umræddu máli var bæjarstjóra falið að ræða við umsækjendur um úthlutun lóðanna. Bæjarfulltrúar V- og D- lista fagna því að aðilar hafi áhuga á að koma og byggja upp atvinnustarfsemi í miðbæ Mosfellsbæjar.Hér er því ekki um að ræða skipulagsverkefni að svo stöddu. Komi til þess að viðkomandi aðilar fái lóðunum úthlutað og hefji þar uppbyggingu verður sú uppbygging að óbreyttu í samræmi við núgildandi skipulag. Verði óskað eftir breytingu á því skipulagi mun slík breyting fara í gegnum lögbundið samráðsferli.
Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja ótímabært að kalla til samráðs eða samkeppni vegna erindis frá tveimur fyrirtækjum vegna hugsanlegrar uppbyggingar við Sunnukrika. Samþykkt bæjarráðs fól einungis í sér heimild til bæjarstjóra um samtal við umsækjendur varðandi hugmyndir þeirra. Hver sem niðurstaða þess samtals verður mun málið koma aftur til umfjöllunar og þá má vænta þess að skýrari mynd verði komin á hugmyndir umsækjenda sem auðvelda muni efnislega umræðu um uppbyggingu verslunar og þjónustu við Sunnukrika skv. skipulagi. Á þeim tímapunkti er sjálfsagt að skoða samráð við íbúa um útfærslu skipulags lóðanna.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonAfgreiðsla 1273. fundar bæjarráðs samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1273
Drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram. Málinu var frestað á síðasta fundi.
Borist hefur ósk frá Leigufélaginu Bestlu ehf. um samstarf vegna uppbyggingar á lóðum við Sunnukrika 3-9. Jafnframt hefur borist ósk frá Virðingu um úthlutun á sömu lóðum. Í ljósi þessa samþykkir bæjarráð með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að ræða við umsækjendur um úthlutun lóðanna.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Íbúahreyfingin telur brýnt að Mosfellsbær efni til íbúafundar áður en bæjarráð tekur afstöðu til hugmynda verktaka um nýtingu lóða við Sunnukrika 3-9 en þær tilheyra miðsvæði bæjarins. Í kjölfarið verði efnt til hugmyndasamkeppni meðal arkitekta um þróun svæðisins. Hlutverk Mosfellsbæjar yrði síðan að efna til útboðs á grundvelli vinningstillögunnar.Ástæða þess að Íbúahreyfingin leggur til að þessi leið verði farin er að hugmyndir eru uppi um að gera Sunnukrikann að ferðaþjónustusvæði en það hefur ekki verið inn í myndinni fyrr en nú og þarfnast umræðu í bæjarfélaginu. Að mati Íbúahreyfingarinnar er ekki nóg að fyrir liggi sú skilgreining í skipulagi að Sunnukriki sé atvinnu- og þjónustusvæði. Ræða þarf fyrirhugaða starfsemi við íbúa.
Bókun D- og V- lista
Umrætt svæði er miðbæjarsvæði samkvæmt aðalskipulagi og þar liggur fyrir deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir atvinnu- og þjónustufyrirtækjum á stórum lóðum. Umræddar lóðir hafa verið auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu bæjarins í langan tíma. Við fögnum því að nú hafa aðilar sýnt því áhuga að koma og byggja upp atvinnustarfsemi í Mosfellsbæ. - 14. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #678
Drag að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram.
Afgreiðsla 1272. fundar bæjarráðs samþykkt á 678. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. september 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1272
Drag að samkomulagi vegna uppbyggingar á Sunnukrika 3-9 lögð fram.
Frestað.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Beiðni um samstarf við þróun og uppbyggingu á Sunnukrika 3-9.
Bókun bæjarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar
Þessi málsmeðferð samrýmist ekki að mínu mati því hvernig taka á ákvarðanir þar sem höndlað er með almannafé, ef sveitarfélag ætlar í samstarf við fyrirtæki þarf að liggja ljóst fyrir að rætt hafi verið við þau fyrirtæki sem sinna þjónustu af þessu tagi og að viðkomandi fyrirtæki hafi komið best út úr þeirri könnun. Ég legg til að kannað verði hvort hugsanlega séu einhver tengsl þess valdandi að bæjarráð kýs að afgreiða málið með svo óeðlilegum hætti.Bókun S-lista
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar fullyrða að eðlilega hafi verið staðið að afgreiðslu þessa erindis á vettvangi bæjarráðs. Öllum brigslum bæjarfulltrúa Íbúahreyfingar um tengsl bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar við viðkomandi fyrirtæki er vísað til föðurhúsa þar sem þau eru með öllu tilhæfulaus og ósmekkleg.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun D- og V-lista
Um er að ræða lóðir sem hafa verið auglýstar í opnu og gegnsæu ferli í fjölda ára. Hér barst bæjarráði erindi frá fyrirtæki sem hefur áhuga á samstarfi um þróun og uppbyggingu á lóðunum. Bæjarráð fól bæjarstjóra viðræður við umrædda aðila, nákvæmlega ekkert er óeðlilegt við þessa afgreiðslu og ósæmilegt með öllu að setja hér fram samsæriskenningu um tengsl aðila enda eru slíkar kenningar algjörlega úr lausu lofti gripnar.Afgreiðsla 1270. fundar bæjarráðs samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 25. ágúst 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1270
Beiðni um samstarf við þróun og uppbyggingu á Sunnukrika 3-9.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við Leigufélagið Bestlu ehf. um mögulegan samstarfssamning um uppbyggingu hótels og þjónstukjarna að Sunnukrika 3-9.