Mál númer 201608434
- 19. apríl 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #693
Á 421. fundi skipulagsnefndar 4. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið nær ekki til heildstæðs svæðis sbr. ákvæði gr. 5.3.1. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun bendir jafnframt á að til að hægt sé að veita byggingarleyfi á framangreindri lóð þarf annaðhvort að vinna deiliskipulag fyrir heildstætt svæði eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga.
Afgreiðsla 434. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 693. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 7. apríl 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #434
Á 421. fundi skipulagsnefndar 4. október 2016 var gerð eftirfarandi bókun: "Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir." Tillagan var auglýst, engar athugasemdir bárust. Tillagan var send Skipulagsstofnun til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga. Skipulagsstofnun gerir athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda þar sem deiliskipulagið nær ekki til heildstæðs svæðis sbr. ákvæði gr. 5.3.1. í skipulagsreglugerð. Skipulagsstofnun bendir jafnframt á að til að hægt sé að veita byggingarleyfi á framangreindri lóð þarf annaðhvort að vinna deiliskipulag fyrir heildstætt svæði eða grenndarkynna byggingarleyfisumsókn skv. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið skv. 1 og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
- 17. janúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #428
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2016. Engin athugasemd barst.
- 11. janúar 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #686
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2016. Engin athugasemd barst.
Afgreiðsla 14. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 686. fundi bæjarstjórnar.
- 20. desember 2016
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa #14
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 4. nóvember til og með 16. desember 2016. Engin athugasemd barst.
Þar sem engar athugasemdir bárust við tillöguna og með vísan í 2. gr. í viðauka um embættisfærslur skipulagsfulltrúa við samþykkt nr. 596/2011 skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar.
- 12. október 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #680
Á 418. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
Afgreiðsla 421. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 680. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 4. október 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #421
Á 418. fundi skipulagsnefndar var umsækjanda heimilað að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
Nefndin samþykktir að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Borist hefur erindi frá Claudíu Georgsdóttur varðandi byggingu frístundahúss við Hafravatn. Frestað á 417. fundi.
Afgreiðsla 418. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #418
Borist hefur erindi frá Claudíu Georgsdóttur varðandi byggingu frístundahúss við Hafravatn. Frestað á 417. fundi.
Nefndin heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að deiliskipulagi.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Borist hefur erindi frá Claudíu Georgsdóttur dags. 9. ágúst 2016 varðandi byggingu frístundahúss við Hafravatn.
Afgreiðsla 417. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 676. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #417
Borist hefur erindi frá Claudíu Georgsdóttur dags. 9. ágúst 2016 varðandi byggingu frístundahúss við Hafravatn.
Frestað.