Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201607105

  • 31. ágúst 2016

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #677

    Til­lögu S-lista sem fram kom á 676. fundi bæj­ar­stjórn­ar 17. ág­úst sl., um að könn­uð yrði staða og fjár­fest­inga­saga þeirra að­ila sem hyggjast standa fyr­ir bygg­ingu ein­ká­sjúkra­húss og hót­els í Mos­fells­bæ, var vísað til um­ræðu í bæj­ar­ráði.

    Til­laga bæj­ar­full­trúa M-lista
    Ég tel að ákvörð­un bæj­ar­ráðs um þetta mál á fundi þess 21. júlí s.l. hafa ver­ið ólög­lega skv. lið 6 í 7. kafla 58. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138 frá 2011.
    Um mál­ið er ágrein­ing­ur og það varð­ar veru­lega fjár­hag sveit­ar­sjóðs. Þess vegna á 35. gr 5. kafla sömu laga ekki við, bæj­ar­ráð hef­ur ekki heim­ild til þess að taka þessa ákvörð­un, það verð­ur bæj­ar­stjórn að gera.
    Ég legg því til að þessi ákvörð­un verði felld úr gildi og mál­ið sett í þann lýð­ræð­is­lega far­veg sem ætlast er til.
    Jafn­framt legg ég til að fengn­ir verði að­il­ar til þess að kanna hvort meiri­hlut­inn hafi á þessu og síð­asta kjör­tíma­bili vís­vit­andi stillt mik­il­væg­um mál­um þann­ig upp að þau fari ein­göngu fyr­ir bæj­ar­ráð en ekki bæj­ar­stjórn eins og kraf­ist er og bæj­ar­bú­ar hljóta að krefjast á grund­velli lýð­ræð­is­lega vinnu­bragða.

    Til­lag­an felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði full­trúa M-lista.

    Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista
    Bæj­ar­full­trú­ar D- V og S lista eru ósam­mála túlk­un bæj­ar­full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar á 58. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 enda gef­ur 35. gr. sömu laga bæj­ar­stjórn heim­ild til að færa bæj­ar­ráði fulln­að­ar­af­greiðslu­heim­ild í sum­ar­fríi bæj­ar­stjórn­ar.

    Af­greiðsla 1270. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 677. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 25. ágúst 2016

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1270

      Til­lögu S-lista sem fram kom á 676. fundi bæj­ar­stjórn­ar 17. ág­úst sl., um að könn­uð yrði staða og fjár­fest­inga­saga þeirra að­ila sem hyggjast standa fyr­ir bygg­ingu ein­ká­sjúkra­húss og hót­els í Mos­fells­bæ, var vísað til um­ræðu í bæj­ar­ráði.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar furð­ar sig á að full­trúi S-lista skuli á fundi bæj­ar­ráðs 21. júlí hafa gef­ið sam­þykki sitt fyr­ir út­hlut­un lóð­ar und­ir einka­sjúkra­hús í Mos­fells­bæ, án þess að fyr­ir ráð­inu lægi áreið­an­leika­könn­un á hæfi og fjár­hags­leg­um burð­um um­sækj­enda. Til­laga um að kanna stöðu þeirra og fjár­fest­ing­ar­sögu nú er of seint fram komin þar sem bæj­ar­stjóri hef­ur nú­þeg­ar geng­ið frá samn­ingi um út­hlut­un lóð­anna.

      Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur að skað­inn sé nú þeg­ar skeð­ur og eðli­leg­asta fram­hald þessa máls að bæj­ar­ráð taki vinnu­brögð sín við út­hlut­un lóða sveit­ar­fé­lags­ins til skoð­un­ar.

      Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista
      Full­trú­ar D -,V - og S- lista í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar telja að eðli­lega hafi ver­ið stað­ið að end­urút­hlut­un lóð­ar í landi Sól­valla til MCPB. Það hafi ver­ið gert í sam­ræmi við lög og regl­ur og í takt við yf­ir­lýsta stefnu Mos­fells­bæj­ar sem kem­ur fram í að­al­skipu­lagi bæj­ar­ins og sam­þykkt var á síð­asta kjör­tíma­bili af öll­um flokk­um sem full­trúa eiga í bæj­ar­stjórn.

      Fyr­ir­vari er af hálfu Mos­fells­bæj­ar um fram­lagn­ingu upp­lýs­inga um fjár­festa, við­skipta­áætlun, stað­fest­ingu á fjár­mögn­un og greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda. Ef þess­um skil­yrð­um verð­ur ekki full­nægt mun Mos­fells­bær rifta samn­ingn­um. Jafn­framt er með öllu óheim­ilt að veð­setja lóð­ina nema að fyr­ir liggi sam­þykki Mos­fells­bæj­ar.

      Fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar yrði mik­ill ef af um­rædd­um fram­kvæmd­um verð­ur. Við erum þess full­viss að samn­ing­ur­inn um lóð­ar­út­hlut­un­ina tryggi hags­muni Mos­fells­bæj­ar, hvern­ig sem mál­inu lykt­ar.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur ekki rétt að bæj­ar­full­trú­ar D-, S- og V-lista reyni að ljá með­ferð þessa máls trú­verð­ug­leika með því að vísa til að­al­skipu­lags­vinnu á síð­asta kjör­tíma­bili. Jafn illa var stað­ið að út­hlut­un lóð­ar­inn­ar þá enda runnu áætlan­ir út í sand­inn. Eng­in um­ræða var held­ur um sjúkra­hús­ið í bæj­ar­fé­lag­inu og eng­in um­fjöllun í um­hverf­is­skýrslu með að­al­skipu­lagi þótt eft­ir því væri kallað.

      Und­ir­rit­uð ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við það að þurfa að sitja und­ir órök­studd­um ásök­un­um um ósann­indi og rang­færsl­ur og minn­ir í því sam­bandi á kjör­orð Mos­fells­bæj­ar sem eru virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja.

      Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista
      Full­trú­ar D-, V- og S-lista ít­reka mik­il­vægi þess að bæj­ar­full­trú­ar hafi gildi Mos­fells­bæj­ar, virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggju að leið­ar­ljósi í störf­um sín­um fyr­ir sam­fé­lag­ið í Mos­fells­bæ.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að vinna að mál­inu í sam­ræmi við um­ræð­ur á fund­in­um.

    • 17. ágúst 2016

      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #676

      Ósk MCPB ehf. um stamst­arf um upp­bygg­ingu sjúk­ar­stofn­un­ar og hót­els.

      Til­laga bæj­ar­full­trúa S-lista
      Þar sem ýms­ar mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar hafa kom­ið fram í fjöl­miðl­um um fjár­hags­leg um­svif þeirra að­ila sem sam­ið hef­ur ver­ið við um upp­bygg­ingu einka­sjúkra­húss í landi Sól­valla leggja bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar til að feng­inn verði ábyrg­ur að­ili s.s end­ur­skoð­end­ur bæj­ar­ins, til að kanna stöðu og fjár­fest­inga­sögu þess­ara að­ila sem sam­ið hef­ur ver­ið við til að sann­reyna að þær upp­lýs­ing­ar sem fram komu á upp­lýs­inga­fundi og fram­lögð­um gögn­um séu rétt­ar. Staða máls­ins er þann­ig að bið eft­ir áreið­an­leika­könn­un sam­kvæmt samn­ingn­um er of löng.

      For­seti legg­ur til að til­lög­unni verði vísað til bæj­ar­ráðs til um­ræðu. Til­lag­an er sam­þykkt með níu at­kvæð­um.

      Bók­un bæj­ar­full­trúa S-lista
      Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja að eðli­lega hafi ver­ið stað­ið að end­urút­hlut­un lóð­ar­inn­ar í landi Sól­valla til MCPB. Það hafi ver­ið gert í sam­ræmi við lög og regl­ur og í takt við yf­ir­lýsta stefnu Mos­fells­bæj­ar sem kem­ur fram í að­al­skipu­lagi bæj­ar­ins sem sam­þykkt var á síð­asta kjör­tíma­bili af öll­um flokk­um sem full­trúa eiga í bæj­ar­stjórn.

      Þá er rétt að ít­reka að lands­lög heim­ila starf­semi af því tagi sem hér er til um­fjöll­un­ar. Það er al­þing­is og yf­ir­valda heil­brigð­is­mála að setja ramma um slíka starf­semi sem talin er þjóna best ís­lensku heil­brigðis­kerfi, ekki ein­stakra sveit­ar­fé­laga í lóða­út­hlut­un­um.

      Samn­ing­ur­inn um lóð­ar­út­hlut­un­ina trygg­ir að fjár­hags­leg­ir hags­mun­ir Mos­fells­bæj­ar séu tryggð­ir, hvern­ig sem fer um verk­efn­ið. Hins veg­ar er ljóst að rétt hefði ver­ið að taka meiri tíma í und­ir­bún­ing samn­ings­gerð­ar­inn­ar en raun­in var, sér­stak­lega með til­liti til þess hversu lít­ill tími gafst til sam­ráðs og skoð­un­ar og þeirr­ar stað­reynd­ar að bæj­ar­stjórn og flest­ir emb­ætt­is­menn voru í sum­ar­leyfi á þess­um tíma. Af þessu ferli er nauð­syn­legt fyr­ir kjörna full­trúa að draga lær­dóm.

      Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar
      Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar átel­ur þau vinnu­brögð full­trúa D- og S-lista í bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar harð­lega að hafa í sum­ar­fríi bæj­ar­stjórn­ar út­hlutað óþekkt­um að­il­um í trássi við eðli­lega verk­ferla sam­tals hundrað og tutt­ugu þús­und m2 af landi Mos­fells­bæj­ar til eign­ar und­ir þrjá­tíu þús­und m2 einka­sjúkra­hús og -hót­el með þyrlupalli.

      Hand­höf­um leyf­ist að veð­setja lóð­irn­ar að fengnu óskil­greindu leyfi Mos­fells­bæj­ar og líka kauprétt­inn.
      Eng­in gögn fylgdu mál­inu sem bentu til for­vinnu af neinu tagi; eng­in áreið­an­leika­könn­un var gerð á því hvort um væri að ræða að­ila sem væru trausts­ins verð­ir; eng­in grein­ar­gerð við­skipta­banka um fjár­hags­lega burði þeirra til að ráð­ast í verk­efni af stærð­ar­gráð­unni 50 millj­arð­ar króna; eng­ir út­reikn­ing­ar á arð­semi verk­efn­is­ins fyr­ir Mos­fell­inga; eng­ar upp­lýs­ing­ar um um­hverf­isáhrif; ekk­ert sam­ráð við heil­brigð­is­yf­ir­völd, held­ur ekki íbúa og eng­in fag­leg álit stjórn­sýslu­stofn­ana. Lýð­ræð­is­leg­um stjórn­sýslu­þætti und­ir­bún­ings var hrein­lega sleppt.

      Við lest­ur samn­ings­ins vakn­ar grun­ur um að þess­ir að­il­ar hafi ekki fjár­magn til að greiða gatna­gerð­ar­gjöld nema að þeir fái leyfi til að veð­setja land­ið. Land­ið er lík­lega það verð­mik­ið að þeir geta líka tek­ið lán út á það til að fjár­magna kostn­að við að gera það bygg­ing­ar­hæft. Að því loknu geta þeir veð­sett kauprétt­inn.

      Samn­ing­ur­inn bend­ir til þess að þetta séu að­il­ar með hafa hug­mynd en lít­ið sem ekk­ert eig­ið fé. Það má teljast með öllu óá­byrgt af bæj­ar­ráði að af­henda óþekkt­um, er­lend­um að­il­um verð­mæt­ar eign­ir sveit­ar­fé­lags­ins. Sá mögu­leiki er raun­veru­leg­ur að land­ið kom­ist í hend­ur þriðja að­ila í gegn­um veð­setn­ing­ar og að sá að­ili vilji síð­an koma land­inu í verð fyr­ir sem mest­an pen­ing, án til­lits til hags­muna sveit­ar­fé­lags­ins. Það geng­ur þvert á stefnu sveit­ar­fé­laga að selja land sem þau eiga.

      Þessi samn­ing­ur verð­ur ekki skil­inn öðru­vísi en sem at­vinnu­þró­un­ar­að­stoð Mos­fells­bæj­ar við að­ila sem bæj­ar­ráð veit ekki hverj­ir eru og hafa ekki sýnt fram á að hafi neitt eig­ið fé, hvað þá trú­verð­ug­leika eða burði til að standa í fram­kvæmd­um upp á 50 millj­arða. Í því sam­bandi vek­ur at­hygli að þeir þurfa ekki að fram­vísa við­skipta­áætlun fyrr en 1. des­em­ber 2017.

      Hér er um að ræða dýr­mætt land í eigu Mos­fells­bæj­ar sem lát­ið er af hendi gegn vægu verði og fyr­ir starf­semi sem geng­ur þvert á vilja þjóð­ar­inn­ar og stefnu stjórn­valda í heil­brigð­is­mál­um.

      Bók­un bæj­ar­full­trúa D- og V- lista
      Mos­fells­bær hef­ur út­hlutað lóð til MCPB und­ir sjúkra­hús og hót­el. Lóð­inni hafði áður ver­ið út­hlutað árið 2010 til Primacare fyr­ir sam­bæri­lega starf­semi. Um­rædd lóð er á að­al­skipu­lagi skil­greind fyr­ir slíka starf­semi. Árið 2011 þeg­ar um­rædd lóð var sett á að­al­skipu­lag greiddu all­ir flokk­ar í bæj­ar­stjórn at­kvæði með þeirri breyt­ingu svo og lóða­út­hlut­un­inni sjálfri.

      Um­rædd­ur samn­ing­ur tek­ur á því að MCPB sér um all­ar fram­kvæmd­ir sem nauð­syn­leg­ar eru til að gera lóð­ina bygg­ing­ar­hæfa og ber af því all­an kostn­að. Þetta tel­ur m.a. gatna­gerð, að­komu­vegi og lagn­ir.

      MCPB greið­ir þrátt fyr­ir þetta helm­ing gatna­gerð­ar­gjalda sem er u.þ.b. 500 mkr. Mið­að við 30.000 fm bygg­ing­ar. Sam­tals eru því ein­skipt­is­greiðsl­ur til Mos­fells­bæj­ar ef af verk­efn­inu verð­ur allt að um 700 mkr.

      Gera má ráð fyr­ir að fast­eigna­gjöld að um­rædd­um mann­virkj­um geti num­ið allt að 150 mkr. á ári.

      Fyr­ir­var­ar eru í samn­ingn­um af hálfu Mos­fells­bæj­ar.
      1. Fyr­ir­vari er af hálfu Mos­fells­bæj­ar um fram­lagn­ingu upp­lýs­inga um fjár­festa, við­skipta­áætlun og stað­fest­ingu á til­urð fjár­magns inn­an til­skil­ins tíma­frests. Að öðr­um kosti get­ur Mos­fells­bær sagt samn­ingn­um upp
      2. Fyr­ir­vari er að hálfu Mos­fells­bæj­ar um greiðslu gatna­gerð­ar­gjalda inn­an tveggja ára. Að öðum kosti get­ur Mos­fells­bæj­ar sagt samn­ingn­um upp.

      Því er hér um að ræða al­gjör­lega áhættu­laus­an samn­ing fyr­ir Mos­fells­bæ. Samn­ing­ur­inn fell­ur úr gildi ef ákveðn­ar upp­lýs­ing­ar berast ekki eða að gatna­gerð­ar­gjöld verði ekki greidd. Sú full­yrð­ing bæj­ar­full­trúa íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að það sé ver­ið að af­henda land til þriðja að­ila og við­kom­andi geti veð­sett land­ið er al­röng. Þvert á móti er ákvæði í samn­ingn­um um að veð­setn­ing sé ekki heim­il nema með sam­þykki Mos­fells­bæj­ar. Öðr­um full­yrð­ing­um Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er vísað á bug.

      Þó um­rætt mál hafi ver­ið unn­ið hratt í bæj­ar­ráði þá er nauð­syn­legt að horfa til þess að áður hafði ver­ið far­ið í sams­kon­ar vinnu sem unn­in var með sam­þykki allra flokka í bæj­ar­stjórn. Hags­mun­ir bæj­ar­ins eru í einu og öllu tryggð­ir.

      Bók­un frá bæj­ar­full­trúa V-lista
      Í ljósi þeirr­ar um­ræðu sem ver­ið hef­ur á síð­ustu vik­um um mál­ið hef ég fyllst efa­semd­um um það hvort nú­gild­andi lög standi nægj­an­lega vel vörð um ís­lenskt heil­brigðis­kerfi. Mik­il­vægt er í mín­um huga að hér þró­ist ekki tvö­falt heil­brigðis­kerfi og ís­lensku heil­brigðis­kerfi stafi ekki ógn af starf­semi sem þess­ari.

      Af­greiðsla 1268. bæj­ar­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 676. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 21. júlí 2016

        Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1268

        Ósk MCPB ehf. um stamst­arf um upp­bygg­ingu sjúk­ar­stofn­un­ar og hót­els.

        Aldís Stef­áns­dótt­ir for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar og Sig­urð­ur Snæ­dal Júlí­us­son lög­mað­ur sátu fund­inn við um­fjöllun máls­ins.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita samn­ing við MCPB ehf. um út­hlut­un lóð­ar und­ir 30 þús­und fer­metra bygg­ingu sem mun hýsa einka­rekna heil­brigð­is­stofn­un og hót­el fyr­ir er­lenda sjúk­linga.

        Um er að ræða land við Sól­velli í Mos­fells­bæ sem er stað­sett við Hafra­vatns­veg. Mos­fells­bær er heilsu­efl­andi sam­fé­lag sem legg­ur áherslu á heilsu­tengda ferða­þjón­ustu og hef­ur sjálf­bærni og um­hyggju fyr­ir nátt­úrnni að leið­ar­ljósi. Upp­bygg­ing á sjúkra­stofn­un og hót­eli fell­ur vel að þeirri stefnu.