Mál númer 201607077
- 28. september 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #679
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.
Afgreiðsla 247. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 679. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. september 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #247
Bæjarstjórn vísaði málinu aftur til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að tekið verði jákvætt undir framlagða tillögu um að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Rauði krossinn standi að sameiginlegri viljayfirlýsingu um málefni hælisleitenda. Þá leggur fjölskyldunefnd áherslu á nauðsyn þess að þjónusta við ólíka hópa hælisleitenda verði samræmd og meðferð mála þeirra flýtt eins og kostur er.
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa málinu aftur til fjölskyldunefndar til afgreiðslu.
- 26. ágúst 2016
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #246
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar tekur undir nauðsyn þess að ósamræmi í þjónustu við þá sem leita alþjóðlegrar verndar á Íslandi verði samræmt. Álitamál er hvort málaflokkurinn eigi heima frekar hjá sveitarfélögum en ríki og ástæða er til að óttast að slík ráðstöfun yki frekar á kostnað sveitarfélaga en nú er. Fjölskyldunefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að málin verði vísað til frekari skoðunar Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar telur nefndin aðkomu Rauða krossins ekki tímabæra að verkefninu nema ef vera skyldi til þess að samræma eigin aðkomu að því að veita flóttafólki og hælisleitendum þjónustu óháð sveitarfélagi.
- 17. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #676
Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi
Afgreiðsla 1268. bæjarráðs lögð fram til kynningar á 676. fundi bæjarstjórnar.
- 21. júlí 2016
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1268
Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda málið til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
- FylgiskjalSSH málsnúmer 1510001 - Drög að erindi til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna og Rauða krossins vegna málefna umsækjenda um alþjóðlega vernd á Íslandi -Mos.pdfFylgiskjalSSH_5c_2016_05_03_Reykjavikurborg_RaudiKrossinn_Althodleg_vernd.pdf