Mál númer 2016081153
- 31. ágúst 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #677
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi. Breytingin felst í því að aðalgöngustígum í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum vestan Vesturlandsvegar er fjölgað til þess að bæta göngutengingar innan svæðisins. Breyting þessi snertir einungis hagsmuni sveitarfélagsins og telst því óveruleg.
Afgreiðsla 418. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 677. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 23. ágúst 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #418
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi. Breytingin felst í því að aðalgöngustígum í Ævintýragarðinum í Ullarnesbrekkum vestan Vesturlandsvegar er fjölgað til þess að bæta göngutengingar innan svæðisins. Breyting þessi snertir einungis hagsmuni sveitarfélagsins og telst því óveruleg.
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillöguna sem óverulega breytingu á aðalskipulagi og sendi hana ásamt rökstuðningi til Skipulagstofnunar, sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.