Mál númer 201711202
- 14. nóvember 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #728
Á 464 fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi." Framkvæmdaleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 28. ágúst til 28. september 2018, ein athugasemd barst.
Afgreiðsla 471. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 728. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. nóvember 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #471
Á 464 fundi skipulagsnefndar 18. júlí 2018 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi." Framkvæmdaleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 28. ágúst til 28. september 2018, ein athugasemd barst.
Skipulagsnefnd heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi skv. 15. gr. skipulagslaga þar sem tekið er tillit til þeirrar athugasemdar sem barst við grenndarkynninguna. Margrét Guðjónsdóttir fulltrúi L lista víkur af fundi.
- 16. ágúst 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1362
Á 450 fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að óska eftir heimild skipulagsnefndar um að deiliskipuleggja svæðið. Framkvæmdaleyfisumsóknin verður tekin til afgreiðslu þegar deiliskipulag liggur fyrir enda er deiliskipulag forsenda þess að hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi." Borist hefur nýtt erindi.
Afgreiðsla 464. fundar Skipulagsnefndar samþykkt með 3 atkvæðum á 1362. fundi bæjarráðs.
- 18. júlí 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #464
Á 450 fundi skipulagsnefndar 8. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að óska eftir heimild skipulagsnefndar um að deiliskipuleggja svæðið. Framkvæmdaleyfisumsóknin verður tekin til afgreiðslu þegar deiliskipulag liggur fyrir enda er deiliskipulag forsenda þess að hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi." Borist hefur nýtt erindi.
Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdaleyfi á lagningu vegarins í samræmi við 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 16. nóvember 2017 varðandi framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar í landi Miðdals II.Frestað á 449. fundi.
Afgreiðsla 450. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #450
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 16. nóvember 2017 varðandi framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar í landi Miðdals II.Frestað á 449. fundi.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að óska eftir heimild skipulagsnefndar um að deiliskipuleggja svæðið. Framkvæmdaleyfisumsóknin verður tekin til afgreiðslu þegar deiliskipulag liggur fyrir enda er deiliskipulag forsenda þess að hægt sé að gefa út framkvæmdaleyfi.
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 16. nóvember 2017 varðandi framkvæmdleyfi vegna lagningu vegar í landi Miðdals II.
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #449
Borist hefur erindi frá Margréti Guðjónsdóttur dags. 16. nóvember 2017 varðandi framkvæmdleyfi vegna lagningu vegar í landi Miðdals II.
Frestað.