Mál númer 201710282
- 21. febrúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #711
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að svara spurningum svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram koma í erindi hans." Skipulagsfulltrúi hefur svarað spurning svæðisskipulagsstjóra og sent svörin til svæðisskipulagsstjóra. Haldinn var kynningarfundur fyrir bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd um fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Afgreiðsla 455. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 711. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. febrúar 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #455
Á 451. fundi skipulagsnefndar 22. desember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að svara spurningum svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram koma í erindi hans." Skipulagsfulltrúi hefur svarað spurning svæðisskipulagsstjóra og sent svörin til svæðisskipulagsstjóra. Haldinn var kynningarfundur fyrir bæjarstjórn, skipulags- og umhverfisnefnd um fyrirhugaða breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Töluverðar áhyggjur eru meðal nefndarmanna og íbúa í Mosfellsbæ vegna áhrifa iðnaðaruppbyggingar á Álfsnesi á íbúða- og útivistarsvæði í Mosfellsbæ. Einnig eru áhyggjur af því að uppbyggingin auki þungaflutninga um Vesturlandsveg þegar Sundabraut er ekki orðin að veruleika. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að lýsingin verði kynnt fyrir lögbundnum umsagnaraðilum svo og almenningi, en leggur áherslu á að umhverfisáhrif breytingarinnar verði metin sérstaklega með tilliti til hagsmuna byggðar í Mosfellsbæ. Einnig leggur nefndin áherslu á að samhliða vinnu við breytinguna verði unnin úttekt á framboði atvinnu- og iðnaðarsvæða hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, sbr. bókun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á 80. fundi nefndarinnar 8. desember 2017. Nauðsynlegt er að horfa til þeirra greiningar og kanna til hlítar hvort önnur staðsetning geti komið til greina fyrir framtíðar uppbyggingu þess fyrirtækis sem hér um ræðir að teknu tilliti til samfélagslegrar hagkvæmni.
- FylgiskjalÚtskrift úr gerðabók - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-20130, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.pdfFylgiskjalframboð á iðnaðar- og athafnasvæði í Mos..pdfFylgiskjalA1234-042-U02-Lýsing-Svæðisskipulag-VaxtarmörkÁlfsnes-samþykktt.pdfFylgiskjalVaxtamörk á Álfsnesi - verkefnislýsing fyrir breytingu á svæðisskipulagi -MOS.pdf
- 10. janúar 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #708
Á 450. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er sammála því áliti sem fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. nóvember sl. um að eðli og umfang starfseminnar sem um er að ræða geti ekki fallið undir landnotkunina 'efnistaka- og efnislosun'. Í umsögninni kemur jafnframt fram að umrædd skipulagsáform séu ekki í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og kalli því á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar sem á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins að koma því á framfæri hjá svæðisskipulagsnefndinni að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar telji nauðsynlegt að svæðisskipulagsnefnd ráðist í heildar skoðun á fjölda og umfangi þeirra athafna- og iðnaðarsvæða sem eru innan svæðisskipulagsins og eins hvort þörf sé á fjölgun og eða stækkun slíkra svæða að teknu tilliti til umhverfis og samfélagslegra þátta. Mosfellsbæ hefur borist fjöldi fyrirspurna á síðustu misserum um svæði fyrir ýmiskonar iðnað og því ljóst að eftirspurn eftir slíkum svæðum er töluverð um þessar mundir." Lagt fram erindi Svæðisskipulagsstjóra höfuborgarsvæðisins dags. 14. desember 2017.
Afgreiðsla 451. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 708. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. desember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #451
Á 450. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er sammála því áliti sem fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. nóvember sl. um að eðli og umfang starfseminnar sem um er að ræða geti ekki fallið undir landnotkunina 'efnistaka- og efnislosun'. Í umsögninni kemur jafnframt fram að umrædd skipulagsáform séu ekki í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og kalli því á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar sem á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins að koma því á framfæri hjá svæðisskipulagsnefndinni að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar telji nauðsynlegt að svæðisskipulagsnefnd ráðist í heildar skoðun á fjölda og umfangi þeirra athafna- og iðnaðarsvæða sem eru innan svæðisskipulagsins og eins hvort þörf sé á fjölgun og eða stækkun slíkra svæða að teknu tilliti til umhverfis og samfélagslegra þátta. Mosfellsbæ hefur borist fjöldi fyrirspurna á síðustu misserum um svæði fyrir ýmiskonar iðnað og því ljóst að eftirspurn eftir slíkum svæðum er töluverð um þessar mundir." Lagt fram erindi Svæðisskipulagsstjóra höfuborgarsvæðisins dags. 14. desember 2017.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að svara spurningum svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins, sem fram koma í erindi hans.
- 13. desember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #707
Á 449.fundi skipulagsnefndar 24.nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd telur að umrædd starfsemi falli ekki undir þann landnýtingarflokk sem fram kemur í erindinu og óskar því eftir umsögn Skipulagsstofnunar um það." Skipulagfulltrúi óskaði eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar til Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. nóvember 2017.
Afgreiðsla 450. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 707. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. desember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #450
Á 449.fundi skipulagsnefndar 24.nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd telur að umrædd starfsemi falli ekki undir þann landnýtingarflokk sem fram kemur í erindinu og óskar því eftir umsögn Skipulagsstofnunar um það." Skipulagfulltrúi óskaði eftir umsögn Skipulagsstofnunar. Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar til Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 24. nóvember 2017.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar er sammála því áliti sem fram kemur í umsögn Skipulagsstofnunar til skipulagsfulltrúa Reykjavíkur dags. 24. nóvember sl. um að eðli og umfang starfseminnar sem um er að ræða geti ekki fallið undir landnotkunina "efnistaka- og efnislosun". Í umsögninni kemur jafnframt fram að umrædd skipulagsáform séu ekki í samræmi við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og kalli því á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Skipulagsnefnd felur formanni skipulagsnefndar sem á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðins að koma því á framfæri hjá svæðisskipulagsnefndinni að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar telji nauðsynlegt að svæðisskipulagsnefnd ráðist í heildar skoðun á fjölda og umfangi þeirra athafna- og iðnaðarsvæða sem eru innan svæðisskipulagsins og eins hvort þörf sé á fjölgun og eða stækkun slíkra svæða að teknu tilliti til umhverfis og samfélagslegra þátta. Mosfellsbæ hefur borist fjöldi fyrirspurna á síðustu misserum um svæði fyrir ýmiskonar iðnað og því ljóst að eftirspurn eftir slíkum svæðum er töluverð um þessar mundir.
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Á 448. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: .Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið. Skipulagsnefnd bendir þó á og leggur áherslu á að vandað verði til verka við alla útfærslu verksins. Stærsta útivistarsvæði Mosfellsbæjar og eitt fjölskrúðugasta fuglasvæði á höfuðborgarsvæðinu er við Leirvoginn sem er í næsta nágrenni við fyrirhugaða framkvæmd í Álfsnesvík. Á 705. fundi bæjarstjórnar 15. nóvember 2017 vísaði bæjarstjórn erindinu aftur til skipulagsnefndar.
Afgreiðsla 449. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 24. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #449
Á 448. fundi skipulagsnefndar 10. nóvember 2017 var gerð eftirfarandi bókun: .Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið. Skipulagsnefnd bendir þó á og leggur áherslu á að vandað verði til verka við alla útfærslu verksins. Stærsta útivistarsvæði Mosfellsbæjar og eitt fjölskrúðugasta fuglasvæði á höfuðborgarsvæðinu er við Leirvoginn sem er í næsta nágrenni við fyrirhugaða framkvæmd í Álfsnesvík. Á 705. fundi bæjarstjórnar 15. nóvember 2017 vísaði bæjarstjórn erindinu aftur til skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd telur að umrædd starfsemi falli ekki undir þann landnýtingarflokk sem fram kemur í erindinu og óskar því eftir umsögn Skipulagsstofnunar um það.
- 15. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #705
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 20.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að vísa erindinu aftur til skipulagsnefndar.
- 10. nóvember 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #448
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg dags. 20.október 2017 varðandi breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík.
Lagt fram. Ekki er gerð athugasemd við erindið. Skipulagsnefnd bendir þó á og leggur áherslu á að vandað verði til verka við alla útfærslu verksins. Stærsta útivistarsvæði Mosfellsbæjar og eitt fjölskrúðugasta fuglasvæði á höfuðborgarsvæðinu er við Leirvoginn sem er í næsta nágrenni við fyrirhugaða framkvæmd í Álfsnesvík.