Mál númer 201103249
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Lagt fram stöðumat á skýrslu vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 344. fundar fræðslunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. nóvember 2017
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #344
Lagt fram stöðumat á skýrslu vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Fræðslunefnd þakkar kynninguna og felur fræðslu- og frístundasviði að setja fram áherslur í stoðþjónustu og sérkennslu næstu þriggja ára.
- 21. nóvember 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #594
Ósk kom fram á bæjarstjórnarfundi þann 7.11. að skýrslan yrði kynnt bæjarstjórn sérstaklega.
Skýrsla vinnuhóps um sérkennslu og sérfræðiþjónustu leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar.
Samþykkt samhljóða að vísa umræðu um skýrsluna til sérstaks kynningarfundar utan bæjarstjórnarfundar.
- 12. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1083
Skýrsla vinnhóps og tillögur lagðar fram til staðfestingar.
Til máls tóku: JS, HP og KGÞ.$line$Afgreiðsla 269. fundar fræðslunefndar, þar sem lagt er til við bæjarstjórn á grunni tillagna vinnuhópsins að stofna sérdeildir við Lágafellsskóla, Varmárskóla o.fl., samþykkt á 1083. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 3. júlí 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #269
Skýrsla vinnhóps og tillögur lagðar fram til staðfestingar.
Skýrsla vinnuhóps lögð fram. Þar koma fram tillögur um umbætur á þjónustu við börn með sérþarfir. Lagt er til að stofnaðar verði sérdeildir við Lágafellsskóla og Varmárskóla, auk þess sem fest verði í sessi Þjónustu- og þekkingarsetur við Skólaskrifstofuna um börn með ADHD greiningu og langveik börn og við Krikaskóla verði staðsett þekkingarsetur um mál og læsi.
Fræðslunefnd leggur til við bæjarstjórn að tillögum vinnuhópsins verði hrint í framkvæmd og felur Skólaskrifstofu að vinna að því í samráði við leik- og grunnskóla. Gerðar verði ráðstafanir í fjárhagsáætlun í samræmi við það næstu 3 árin. Þá leggur nefndin áherslu á að tillögur verkefnahópsins fái góða umfjöllun í leik- og grunnskólunum.
Fræðslunefnd þakkar verkefnahópnum vel unnin störf.
- 23. maí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #581
<DIV><DIV>Til máls tóku: JS og HP.</DIV><DIV>Afgreiðsla 268. fundar fræðslunefndar, að fela vinnuhópnum að ljúka skýrslu vegna verkefnisins, samþykkt á 581. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 15. maí 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #268
Á fundinn mætti Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sem setið hefur í vinnuhóp um stefnu um sérkennslu og sérfræðiþjónustu. Hún kynnti ásamt framkvæmdastjóra fræðslusviðs drög að niðurstöðum vinnuhópsins Hópurinn hefur unnið með hléum í vetur, en fundað alls 23 sinnum og farið í nokkrar skólaheimsóknir bæði innan og utan bæjar.
Fræðslunefnd felur hópnum að ljúka skýrslu vegna verkefnisins og leggja fram í nefndinni.
- 28. september 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #565
<DIV><DIV>Til máls tóku: BH og JS.</DIV><DIV>Afgreiðsla 257. fundar fræðslunefndar, um að vinnuhópi um stefnumótun verði falið að vinna áfram í samræmi við framlagða greinargerð, samþykkt á 565. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 20. september 2011
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #257
Lagt er til að vinnuhópi um stefnumótun verði falið að vinna áfram að verkefninu í samræmi við framlagða greinargerð.
- 11. maí 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #558
<DIV><DIV>Til máls tóku: HBA og HP.</DIV><DIV> </DIV><DIV>Afgreiðsla 253. fundar fræðslunefndar leggur til samþykkt á erindisbréfinu. Erindisbréfið samþykkt á 558. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 3. maí 2011
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #253
Lagt til við bæjarstjórn að samþykkja erindisbréfið.
- 30. mars 2011
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #555
<DIV><DIV>Afgreiðsla 251. fundar fræðslunefndar, um skipan vinnuhópa um endurskoðun á stefnu í sérkennslu, staðfest á 555. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.</DIV></DIV>
- 22. mars 2011
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #251
Fræðslunefnd leggur til að skipaður verði vinnuhópur og honum verði sett erindisbréf um endurskoðun á stefnu Mosfellsbæjar í sérkennslu í leik- og grunnskólum. Skólaskrifstofu falinn undirbúningur verksins.