Mál númer 201706114
- 29. nóvember 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #706
Drög að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Bókun bæjarfulltrúa M-lista
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir harðleg þeirri valdníðslu forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Bjarka Bjarnasonar, að banna bæjarfulltrúa að bera af sér ámæli í kjölfar lítilsvirðandi ummæla bæjarstjóra.Bókun Bjarka Bjarnasonar forseta bæjarstjórnar bæjarfulltrúa V-lista
Forseti telur að hann hafi í þessu máli fylgt samþykktum um stjórn Mosfellsbæjar.Gagnbókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna bókunar fundarstjóra Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar mótmælir því að forseti bæjarstjórnar hafi farið eftir samþykktum Mosfellsbæjar þegar hann ákvað að hafna þeirri beiðni að bæjarfulltrúi að bera af sér ámæli. Það er ekkert sem gefur forseta þann rétt að taka efnislega afstöðu til slíkrar beiðni.
Bókun Haraldar Sverrissonar, bæjarfulltrúi D-lista
Bæjarstjóri mótmælir því að hann hafi viðhaft lítilsvirðandi ummæli.Afgreiðsla 262. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 706. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 21. nóvember 2017
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #262
Drög að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að breytingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.