Mál númer 201801245
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Yfirferð ábendinga í endurskoðunarskýrslu.
Afgreiðsla 1353. fundar bæjarráðs samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 11. maí 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1353
Yfirferð ábendinga í endurskoðunarskýrslu.
Ábendingar í endurskoðendaskýrslu kynntar á 1353. fundi bæjarráðs.
- 18. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #715
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagður fram til staðfestingar.
Afgreiðsla 1349. fundar bæjarráðs samþykkt á 715. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
- 5. apríl 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1349
Ársreikningur Hitaveitu Mosfellsbæjar fyrir árið 2017 lagður fram til staðfestingar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir með þremur atkvæðum framlagðan ársreikning Hitaveitu Mosfellsbæjar vegna ársins 2017.
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Seinni umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2017
Bókun D- og V-lista í tengslum við afgreiðslu ársreiknings 2017
Rekstrarniðurstaða A og B hluta er umtalsvert betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins. Það skýrist helst af auknum tekjum vegna hærri launatekna íbúa, verulegri fjölgun íbúa og því að verðlag þróaðist með hagstæðari hætti en ráð var fyrir gert. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 560 milljónir en hafði verið áætluð 159 milljónir.
Framundan er áframhaldandi uppbygging innviða í Mosfellsbæ. Á síðustu árum hefur verið lögð áhersla á uppbyggingu framhaldsskóla, íþróttahúss, hjúkrunarheimilis og aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara.
Stærsta verkefnið sem sveitarfélagið hefur með höndum nú er bygging Helgafellsskóla. Það er leik- og grunnskóli í nýbyggingarhverfi í hraðri uppbyggingu sem áætlað er að muni kosta um 3.500 milljónir fullbyggður. Einnig má nefna byggingu knatthúss sem tekið verður í notkun á fyrri hluta næsta árs.
Ársreikningur Mosfellsbæjar vegna ársins 2017 staðfestir að mjög vel hefur tekist til við rekstur sveitarfélagsins á liðnu ári. Við erum því einkar vel í stakk búin til þess að taka á móti nýjum íbúum, höfum getu til þess að efla og þróa þjónustu sveitarfélagsins í takt við áherslur nýrrar stefnu og framtíðarsýnar sveitarfélagsins og halda áfram að þróa íbúalýðræði og þátttöku íbúa við undirbúning stefnumótunar í ólíkum málaflokkum. Forsenda alls þessa er traust fjárhagsstaða og ábyrgur rekstur og viljum við nota þetta tækifæri og þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar, og nefndarfólki fyrir þeirra þátt í þessari góðu niðurstöðu.
Bókun S-lista við ársreikning 2017
Rekstrarniðurstaða Mosfellsbæjar vegna ársins 2017 er jákvæð og er það gleðiefni. Starfsfólk bæjarins á þakkir skildar fyrir þeirra framlag til bætts rekstrar. Þess ber að geta að ytri aðstæður sveitarfélaganna í landinu eru góðar og því við því að búast að afkoma þeirra sé góð. Rekstrarniðurstaðan skv. ársreikningi er um 400 milljónum betri en áætlanir með viðaukum gerðu ráð fyrir. Helstu ástæður þess eru hærri útsvarstekjur vegna meiri íbúafjölgunar en áætlanir gerðu ráð fyrir sem og mun lægri fjármagnsgjöld en fjárhagáætlun með viðaukum reiknaði með, eða sem nemur um 326 milljónum þ.e. um 50% lægri. Ástæðan er mun lægri verðbólga en gert var ráð fyrir í áætlunum.Íbúum fjölgaði um 8% á árinu 2017 sem er geysileg fjölgun og gert er ráð fyrir að íbúum fjölgi um 5-6% á yfirstandandi ári. Þessi fjölgun þýðir ekki bara hærri tekjur heldur kallar hún einnig á meiri útgjöld vegna aukinna þjónustuþarfa og uppbyggingar innviða sem hlýtur að sjá stað í fjárhagsáætlunum næstu ára.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonTillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Í ljósi þess að Mosfellsbær skilaði umtalsverðum rekstrarafgangi 2017 samþykkir bæjarstjórn að fela fjölskyldusviði að meta kostnað við að hækka fjárhagsaðstoð í kr. 190.000.- á mánuði (fyrir einstakling) og fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins um 2 á árinu.
Sigrún H Pálsdóttir
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Í ljósi þess að Mosfellsbær skilaði umtalsverðum rekstrarafgangi 2017 samþykkir bæjarstjórn að fjölga færanlegum kennslustofum við Varmárskóla í þeim tilgangi að tryggja pláss fyrir tónlistarkennslu á skólatíma. í fjárhagsáætlun 2017 var gert ráð fyrir að fjárfesta í færanlegum kennslustofum en sú heimild var ekki nýtt. Nú mætti nýta hana.
Sigrún H PálsdóttirFram kom frávísunartillaga frá Hafsteini Pálssyni og var hún samþykkt með sex atkvæðum D og V lista, tveir fulltrúar Samfylkingarinnar sátu hjá. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar greiddi atkvæði gegn frávísunartillögunni.
Bókun D og V lista
Tillögur Íbúahreyfingarinnar fjalla ekki um ársreikning ársins 2017 eins og heiti dagskrárliðarins ber með sér. Því er ómöguleiki í því fólginn að taka hér til afgreiðslu tillögur sem lúta að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2018, því vísum við tillögunum frá. Því til viðbótar er það óábyrgt með öllu að leggja hér fram óundirbúnar tillögur án þess að það hafi verið kynnt fyrir bæjarfulltrúum og fjárhagsleg greining átt sér stað.
Fjárhagsáætlun er mikilvægur rammi og agi á fjárhagsstjórn sveitarfélagins. Því er mikilvægt að ef gerðar eru breytingar á fjárhagsáætlun þá liggi fyrir ítarlegar greiningar á áhrifum þeirra svo og að forgangsröðun verkefna sé skýr.
Viðkomandi tillögur lykta af því að bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar sé komin í kosningaham, líklega er það eitt af því hættulega sem gerist á kosningavori þegar kjörnir fulltrúar ráðast í breytingar á fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar ómálefnalega og ólýðræðislega frávísun fulltrúa D- og V-lista á tillögum um bætt kjör og aðbúnað efnaminni íbúa í Mosfellsbæ og fullnægjandi aðstöðu til tónlistarkennslu í Varmárskóla í kjölfar þess að ársreikningur leiddi í ljós betri rekstrarniðurstöðu en áætlanir gerðu ráð fyrir.Kjörnir fulltrúar voru nýverið að fá þær upplýsingar að Mosfellsbær skilaði umtalsverðum rekstrarafgangi og ber þeim sem eftirlitsaðilum að ræða frávikin og bregðast við þeim. Engin umræða hefur hins vegar farið fram um málið í bæjarráði og bæjarstjórn og telur Íbúahreyfingin það vera í trjássi við ábyrga fjármálastjórnun og góða stjórnsýsluhætti.
Skortur á samfélagslegri ábyrgð og umhyggju fyrir þeim sem minna mega sín hefur lengi loðað við fjárhagsáætlanir D- og V-lista í Mosfellsbæ.
Íbúahreyfingin hefur talað fyrir bættum kjörum ungra og efnaminni frá upphafi þessa kjörtímabils, líka betri aðbúnaði tónlistarskólans til tónlistarkennslu. Í tillögunum felst því engin stefnubreyting af okkar hálfu. Með því að vísa tillögum Íbúahreyfingarinnar frá missa fulltrúar D- og V-listi hins vegar af tækifæri til að bæta fyrir syndir sínar á kjörtímabilinu.Bókun V- og D-lista
Áréttum að til umræðu er ársreikningur bæjarins fyrir árið 2017. Bæjarfulltrúar V- og D- lista eru stoltir af þeirri góðu niðurstöðu sem þar er. Við vísum á bug þeim dylgjum sem fram koma í bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. Fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár var samþykkt í desember síðastliðnum en þar er gert ráð fyrir umtalsverðri þjónustuaukningu sem mun gera góða þjónustu enn betri. Ljóst er að fólk sækist í að búa í Mosfellsbæ enda er hér veitt góð þjónusta til íbúa á öllum aldri.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2017 staðfestur með níu atkvæðum, en helstu niðurstöðutölur eru þessar:Rekstrarreikningur A og B hluta:
Rekstrartekjur: 10.016 mkr.
Laun og launatengd gjöld 4.724 mkr.
Annar rekstrarkostnaður 4.039 mkr.
Afskriftir 333 mkr.
Fjármagnsgjöld 326 mkr.
Tekjuskattur 34 mkr.
Rekstrarniðurstaða jákvæð um 560 mkr.Efnahagsreikningur A og B hluta:
Eignir alls: 17.386
Skuldir og skuldbindingar: 11.792 mkr.
Eigið fé: 5.594 mkr. - 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017 lagður fram.
Afgreiðsla 1347. fundar bæjarráðs samþykkt á 714. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mættu Magnús Jónsson (MJ) endurskoðandi Mosfellsbæjar, Pétur J. Lockton fjármálastjóri, Anna María Axelsdóttir verkefnastjóri í fjármáladeild, Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard framkvæmdastjóri fræðslusviðs og Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar.Bæjarstjóri hóf umræðuna og þakkaði endurskoðanda og starfsmönnum fyrir vel unnin störf í tengslum við gerð ársreiknings. Þá fór endurskoðandi yfir helstu efnisatriði í drögum ársreiknings 2017 og endurskoðunarskýrslu sinni vegna ársins 2017. Í kjölfarið fóru fram umræður.
Samþykkt með níu atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2017 til annarrar og síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 21. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1347
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2017 lagður fram.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið mætti Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Bæjarráð samþykkir ársreikning Mosfellsbæjar vegna ársins 2017 með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn. Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa ársreikningi Mosfellsbæjar 2017 til fyrri umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.
- 15. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1346
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings. Gögn lögð fram á fundinum.
Kynning á stöðu vinnu við gerð ársreiknings.
Á fundinn undir þessum lið mættu Pétur J. Lockton, fjármálastjóri, Magnús Jónsson (MJ)frá KPMG, mættu á fundinn undir þessum lið.