Mál númer 201803162
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Kynning á upplýsinga- og fræðslufundi með hópi foreldra úr Varmárskóla sem haldinn var 27. febrúar 2018.
Afgreiðsla 348. fundar fræðslunefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. mars 2018
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #348
Kynning á upplýsinga- og fræðslufundi með hópi foreldra úr Varmárskóla sem haldinn var 27. febrúar 2018.
Málefni Varmárskóla rædd.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Fræðslunefnd leggur til að utanaðkomandi fagaðili verði fenginn til að gera úttekt á skólastarfi í Varmárskóla í því augnamiði að efla innra starf skólans, auka vellíðan og bæta árangur nemenda, styrkja stoðþjónustu og draga úr álagi á kennara. Úttektin leiði af sér tímasetta umbótaáætlun sem skólastjórnendur og kennarar fylgi eftir í samstarfi við fræðslusvið og fræðslunefnd. Tillaga felld með atkvæðum D, V og S lista.Bókun D,V og S lista.
Athugasemdir foreldra eru ávallt teknar alvarlega og er brugðist við þeim. Á fræðslusviði Mosfellsbæjar er unnið skipulega og faglega að úrbótum í samstarfi við skólastjórnendur og foreldra. Átak hefur verið gert í að koma upplýsingum til foreldra um þau verkefni sem unnið er að og um skólastarfið.