Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201803162

  • 21. mars 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #713

    Kynn­ing á upp­lýs­inga- og fræðslufundi með hópi for­eldra úr Varmár­skóla sem hald­inn var 27. fe­brú­ar 2018.

    Af­greiðsla 348. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 713. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 14. mars 2018

      Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar #348

      Kynn­ing á upp­lýs­inga- og fræðslufundi með hópi for­eldra úr Varmár­skóla sem hald­inn var 27. fe­brú­ar 2018.

      Mál­efni Varmár­skóla rædd.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.
      Fræðslu­nefnd legg­ur til að ut­an­að­kom­andi fag­að­ili verði feng­inn til að gera út­tekt á skólastarfi í Varmár­skóla í því augnamiði að efla innra starf skól­ans, auka vellíð­an og bæta ár­ang­ur nem­enda, styrkja stoð­þjón­ustu og draga úr álagi á kenn­ara. Út­tekt­in leiði af sér tíma­setta um­bóta­áætlun sem skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar fylgi eft­ir í sam­starfi við fræðslu­svið og fræðslu­nefnd. Til­laga felld með at­kvæð­um D, V og S lista.

      Bók­un D,V og S lista.
      At­huga­semd­ir for­eldra eru ávallt tekn­ar al­var­lega og er brugð­ist við þeim. Á fræðslu­sviði Mos­fells­bæj­ar er unn­ið skipu­lega og fag­lega að úr­bót­um í sam­starfi við skóla­stjórn­end­ur og for­eldra. Átak hef­ur ver­ið gert í að koma upp­lýs­ing­um til for­eldra um þau verk­efni sem unn­ið er að og um skóla­starf­ið.

        BBr yf­ir­gaf fund­inn eft­ir þenn­an fund­arlið.