Mál númer 201702146
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 varðandi samþykkt Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 varðandi samgöngu og þróunarása fyrir Borgarlínu.
Afgreiðsla 457. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. mars 2018
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #457
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 6. mars 2018 varðandi samþykkt Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins á breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 varðandi samgöngu og þróunarása fyrir Borgarlínu.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkir breytingu á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2040 þar sem skilgreindir eru samgöngu- og þróunarásar sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
- Fylgiskjal3_Innkomnar_athugasemdir_vid_augl_tillogu.pdfFylgiskjal2_Umhverfisskýrsla_svæðisskipulag.pdfFylgiskjal1_180302_ssk_tillaga_samþykkt.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -MOS-sk.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr1702003 -MOS-sk.pdf
- 4. október 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #702
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 15. september 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á fundinn.
Afgreiðsla 445. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 702. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 29. september 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #445
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 15. september 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri mætti á fundinn.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.Jafnframt er skipulagsfulltrúa falið að vinna að breytingum aðalskipulags í tengslum við tillöguna.
- 8. mars 2017
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #690
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 14. febrúar 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Afgreiðsla 431. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 690. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. febrúar 2017
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #431
Borist hefur erindi frá svæðisskipulagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 14. febrúar 2017 varðandi breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Skipulagsnefnd samþykkir verklýsinguna sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 2. mgr. 6. gr. laga um umhverfismat áætlana og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.