Mál númer 201803194
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjölgun bæjarfulltrúa.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarstjórn leggur til að bæjarfulltrúum verði fjölgað í 11 frá og með sveitarstjórnarkosningum 2018. Heimild í lögum um fjölgun sveitarstjórnarfulltrúa hefur ekki verið nýtt til fulls en skv. 11. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 er sveitarfélögum með 2.000 til 9.999 íbúa heimilt að hafa allt að 11 sveitarstjórnarfulltrúa. Sveitarfélögum með fleiri en 10.000 íbúa er heimilt að hafa 11-15 sveitarstjórnarfulltrúa. Tillaga Íbúahreyfingarinnar “er í samræmi við þá lýðræðislegu hugsun sem býr að baki sveitarstjórnarstiginu og reglum um kosningar til sveitarstjórna að sveitarstjórnarfulltrúar séu fulltrúar íbúa sveitarfélagsins og geti þar með á virkan hátt endurspeglað vilja íbúanna.
Tillagan felur í sér breytingu á samþykktum Mosfellsbæjar.
Sigrún H Pálsdóttir
Tillaga er felld með sex atkvæðum D og V lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar og Íbúahreyfingarinnar.
Bókun Samfylkingarinnar
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar styðja tillögu um fjölgun bæjarfulltrúa í 11 í komandi sveitarstjórnarkosningum á grundvelli þeirrar sýnar, að fjölgun bæjarfulltrúa geti greitt fyrir því að fleiri sjónarmið komist að í bæjarstjórn og það sé til bóta fyrir lýðræðislega umræðu og ákvarðanatöku. Fjöldi bæjarbúa fór yfir 10.000 á yfirstandandi kjörtímabili og íbúum fjölgar mjög hratt þessi árin. Því er 4 ára frestun á fjölgun bæjarfulltrúa, sem heimil er samkvæmt lögum, óþægilega langur tími út frá lýðræðislegu sjónarmiði. Ákjósanlegra hefði þó verið að fá þessa tillögu fram á haustmánuðum 2017 til að gert væri ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun sem og að það hefði gefið nýjum framboðum betri tíma til að undirbúa framboð. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja að í framhaldi af fjölgun bæjarfulltrúa þyrfti að ræða fjölda fulltrúa í nefndum til að gæta þess að kjörfylgi inn í bæjarstjórn endurspeglist sem best í nefndum.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar harmar þá niðurstöðu fulltrúa D- og V-lista að hafna fjölgun bæjarfulltrúa úr 9 í 11. Einnig þá staðhæfingu fulltrúa D-lista að fjölgun bæjarfulltrúa efli ekki lýðræðið. Það er lögbundið að fjölga bæjarfulltrúum í 11 til 15 í sveitarfélögum sem fara yfir 10 þúsund íbúa þannig að við stöndum frammi fyrir því í þar næstu kosningum að þeim verður fjölgað hvort sem er. Rökin fyrir því eru efling lýðræðis.
Vilji er því allt sem þarf.
Sigrún H. Pálsdóttir
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1346
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um fjölgun bæjarfulltrúa.
Dagskrártillaga um að vísa málinu til umfjöllunar í bæjarstjórn samþykkt með þremur atkvæðum.