Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mál númer 201803194

  • 21. mars 2018

    Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar #713

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um fjölg­un bæj­ar­full­trúa.

    Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar

    Bæj­ar­stjórn legg­ur til að bæj­ar­full­trú­um verði fjölgað í 11 frá og með sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um 2018. Heim­ild í lög­um um fjölg­un sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa hef­ur ekki ver­ið nýtt til fulls en skv. 11. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 er sveit­ar­fé­lög­um með 2.000 til 9.999 íbúa heim­ilt að hafa allt að 11 sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa. Sveit­ar­fé­lög­um með fleiri en 10.000 íbúa er heim­ilt að hafa 11-15 sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa. Til­laga Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar “er í sam­ræmi við þá lýð­ræð­is­legu hugs­un sem býr að baki sveit­ar­stjórn­arstig­inu og regl­um um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna að sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­ar séu full­trú­ar íbúa sveit­ar­fé­lags­ins og geti þar með á virk­an hátt end­ur­speglað vilja íbú­anna.

    Til­lag­an fel­ur í sér breyt­ingu á sam­þykkt­um Mos­fells­bæj­ar.

    Sigrún H Páls­dótt­ir

    Til­laga er felld með sex at­kvæð­um D og V lista gegn þrem­ur at­kvæð­um full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.

    Bók­un Sam­fylk­ing­ar­inn­ar
    Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar styðja til­lögu um fjölg­un bæj­ar­full­trúa í 11 í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um á grund­velli þeirr­ar sýn­ar, að fjölg­un bæj­ar­full­trúa geti greitt fyr­ir því að fleiri sjón­ar­mið kom­ist að í bæj­ar­stjórn og það sé til bóta fyr­ir lýð­ræð­is­lega um­ræðu og ákvarð­ana­töku. Fjöldi bæj­ar­búa fór yfir 10.000 á yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili og íbú­um fjölg­ar mjög hratt þessi árin. Því er 4 ára frest­un á fjölg­un bæj­ar­full­trúa, sem heim­il er sam­kvæmt lög­um, óþægi­lega lang­ur tími út frá lýð­ræð­is­legu sjón­ar­miði. Ákjós­an­legra hefði þó ver­ið að fá þessa til­lögu fram á haust­mán­uð­um 2017 til að gert væri ráð fyr­ir henni í fjár­hags­áætlun sem og að það hefði gef­ið nýj­um fram­boð­um betri tíma til að und­ir­búa fram­boð. Bæj­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar telja að í fram­haldi af fjölg­un bæj­ar­full­trúa þyrfti að ræða fjölda full­trúa í nefnd­um til að gæta þess að kjör­fylgi inn í bæj­ar­stjórn end­ur­spegl­ist sem best í nefnd­um.

    Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir
    Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son

    Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar

    Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar harm­ar þá nið­ur­stöðu full­trúa D- og V-lista að hafna fjölg­un bæj­ar­full­trúa úr 9 í 11. Einn­ig þá stað­hæf­ingu full­trúa D-lista að fjölg­un bæj­ar­full­trúa efli ekki lýð­ræð­ið. Það er lög­bund­ið að fjölga bæj­ar­full­trú­um í 11 til 15 í sveit­ar­fé­lög­um sem fara yfir 10 þús­und íbúa þann­ig að við stönd­um frammi fyr­ir því í þar næstu kosn­ing­um að þeim verð­ur fjölgað hvort sem er. Rökin fyr­ir því eru efl­ing lýð­ræð­is.

    Vilji er því allt sem þarf.

    Sigrún H. Páls­dótt­ir

    Af­greiðsla 1346. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 713. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 15. mars 2018

      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar #1346

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um fjölg­un bæj­ar­full­trúa.

      Dag­skrár­til­laga um að vísa mál­inu til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­stjórn sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um.