Mál númer 201803115
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Óskað er eftir umsögn þróunar- og ferðamálanefndar um tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Afgreiðsla 67. fundar þróunar-og feðamálanefndar samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #717
Óskað er eftir umsögn menningarmálanefndar um tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Afgreiðsla 212. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 717. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. maí 2018
Þróunar- og ferðamálanefnd #67
Óskað er eftir umsögn þróunar- og ferðamálanefndar um tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Þróunar- og ferðamálanefnd er jákvæð gagnvart þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram varðandi verkefni nefnda hjá Mosfellsbæ og mögulegar breytingar á þeim. Með sameiningu þróunar- og ferðamálanefndar og menningarmálanefndar gerum við okkur vonir um að nefndin verði um leið öflugri og skili af sér enn betri verkum fyrir bæjarfélagið. Jafnframt hvetur nefndin til þess að þróunar- og nýsköpunarverðlaunin verði áfram í hávegum höfð hjá nýrri nefnd.
- 7. maí 2018
Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar #212
Óskað er eftir umsögn menningarmálanefndar um tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Menningarmálanefnd er jákvæð gagnvart þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram varðandi verkefni nefnda hjá Mosfellsbæ og mögulegar breytingar á þeim. Menningarmálanefnd hvetur til þess að menningar- og nýsköpunarnefnd verði samhliða breytingum skilgreind sem stærri nefnd og hittist oftar en núverandi menningarmálanefnd hefur hingað til. Jafnframt hvetur nefndin til þess að menningarstefna Mosfellsbæjar verði þá endurskoðuð hið fyrsta.
- 18. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #715
Vísað til umsagnar frá bæjarráði 22. mars 2018. Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Samþykkt á 715. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum að fundargerð 220. fundar íþrótta-og tómstundanefndar sé vísað aftur til nefndarinnar til lagfæringar en umsögn berist engu að síður bæjarráði án þess að umræða um hana verði endurtekin.
- 5. apríl 2018
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar #220
Vísað til umsagnar frá bæjarráði 22. mars 2018. Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda.
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og undir þeim hatti samtvinnast lýðheilsa, forvarnir og frístundir. Samlegðaráhrif þessara málaflokka eru mikil og stefnumótunarvinnu í þessum málaflokkum má samþætta. Það er mat íþrótta- og tómstundanefndar að forvarnar- og lýðheilsumál eigi heima undir hatti nefndarinnar og hún sé vel til þess fallin að vera í forystuhlutverki í þessum málaflokkum. Þegar eru lýðheilsa og forvarnir hluti af íþrótta- og tómstundastefnu bæjarins.
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda
Afgreiðsla 1348. fundar bæjarráðs samþykkt á 714. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 22. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1348
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa tillögum um verkefni nefnda og mögulegar breytingar á þeim til umsagnar hjá menningarmálanefnd, þróunar- og ferðamálanefnd, fjölskyldunefnd og íþrótta- og tómstundanefnd.
- 21. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #713
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda í framhaldi af vinnu við stefnumótun Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1346. fundar bæjarráðs samþykkt á 713. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. mars 2018
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1346
Tillögur að breytingum á nefndakerfi Mosfellsbæjar og verkaskiptingu nefnda í framhaldi af vinnu við stefnumótun Mosfellsbæjar.
Frestað