Mál númer 201207112
- 6. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #600
Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi breytingu á skólaakstri og akstri Strætó bs. í Mosfellsdal.
Afgreiðsla 1111. fundar bæjarráðs samþykkt á 600. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 28. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1111
Minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs varðandi breytingu á skólaakstri og akstri Strætó bs. í Mosfellsdal.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila fræðslusviði og umhverfissviði að vinna að breytingum á skólaakstri og breytingu á akstri Strætó bs. í samræmi við framlagt minnisblað framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs.
- 26. september 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #589
Kynnt áætlun um skólaakstur 2012-13. Jafnframt fjallað um skólaakstur og almenningssamgöngur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu.
Erindið var kynnt á 271. fundi fræðslunefndar. Lagt fram á 589. fundi bæjarstjórnar.
- 18. september 2012
Fræðslunefnd Mosfellsbæjar #271
Kynnt áætlun um skólaakstur 2012-13. Jafnframt fjallað um skólaakstur og almenningssamgöngur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu.
Skólaakstur ársins 2012-13. Jafnframt kynnt minnisblað um almenningssamgöngur og skólaakstur og hugmyndir um þróun þessarar þjónustu á næstu misserum.
- 26. júlí 2012
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1084
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs af 584. fundi bæjarstjórnar 19. júlí 2012.
Til máls tóku: HP, JS, HS, JB og ÓG.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði og fræðslusviði að hefja undirbúning að tilraunaverkefni um skólaakstur og almenningssamgöngur í samvinnu hagsmuna- og þjónustuaðila, í því felst m.a. að fræðslunefnd fái málið til umfjöllunar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra fræðslusviðs að framlengja samning um skólaakstur. - 19. júlí 2012
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #584
Til máls tóku: BH.
Samþykkt með sex atkvæðum að vísa málinu til bæjarráðs.