Mál númer 201302290
- 20. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #601
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1112. fundar bæjarráðs samþykkt á 601. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.$line$$line$Bókun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$Afskriftir sveitarfélagsins á skuldum lögaðila og einstaklinga með rekstur fellur undir upplýsingar er varða almannahagsmuni sem sveitarfélaginu er skylt að upplýsa íbúa um og leggur Íbúahreyfingin til að það verði gert án undanbragða.$line$Jón Jósef Bjarnason.$line$$line$Tillagan borin upp og felld með sex atkvæðum gegn einu atkvæði.$line$$line$Bókun bæjarráðsmanna D- og V- lista.$line$Með vísan til álits lögmanna bæjarins þar sem kemur skýrt fram að birting gagna sem þessara er með öllu óheimil þá er ekki hægt að samþykkja tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Jónas Sigurðsson ítrekaði að henn hefði vikið af fundi þegar þessi dagskrárliður var afgreiddur í bæjarráði.
- 7. mars 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1112
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Á fundinnn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Fjármálastjóri fór yfir og útskýrði þær tillögur sem fyrir liggja um afskriftir en um er að ræða kröfur frá árunum 2008 til 2010 að upphæð rúmlega 5 millj. króna.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila fjármálastjóra afskriftir krafna í samræmi við það yfirlit sem hann kynnti á fundinum.
Jónas Sigurðsson bæjarráðsmaður vék af fundi undir umræðum um þennan dagskrárlið.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Afskriftir sveitarfélagsins á skuldum lögaðila og einstaklinga með rekstur fellur undir upplýsingar er varða almannahagsmuni sem sveitarfélaginu er skylt að upplýsa íbúa um og leggur Íbúahreyfingin til að það verði gert án undanbragða.
Jón Jósef Bjarnason.Tillaga áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Bókun bæjarráðsmanna D- og V- lista.
Með vísan til álits lögmanna bæjarins þar sem kemur skýrt fram að birting gagna sem þessara er með öllu óheimil þá er ekki hægt að samþykkja tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bókun bæjarstjóra vegna minnisblaðs fjármálastjóra um afskriftir viðskiptakrafna.Í minnisblaði fjármálastjóra vegna þessa máls segir orðrétt:
"Til þess að efnahagur ársreiknings sé réttur fer fjármáladeild reglulega yfir óinnheimtar kröfur í bókhaldi bæjarins og kannar hvort og þá hversu innheimtanlegar þær eru. Mat fjármálastjóra á því hvort krafa sé innheimtanleg byggir á mati innheimtulögmanns bæjarins, skráningu í vanskilaskrá Creditinfo, fjárhæð kröfu og stöðu viðskiptareiknings viðkomandi."
Það sem fjármálastjóri leggur til varðandi afskrifir viðskiptakrafna nú er í samræmi við ofangreinda tilvitnun og annað sem nefnt er í téðu minnisblaði. Um er að ræða tillögu að afskriftum að upphæð rúmlega 7 mkr. þar af eru rúmlega 5 mkr. afskriftir lögaðila vegna gjaldþrots. Þess má geta að viðskiptakröfur bæjarfélagsins á þessu afskriftartímabili eru um 2.000 mkr.
Bæjarfulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur tjáð sig nýlega opinberlega um þessa eðlilegu ósk fjármálastjóra. Þar er látið að því liggja að hér sé um óeðlilegan gjörning að ræða sem má skilja á þann veg að bæjarstjóri sé að hygla vinum sínum eða félögum með þessum afskriftum. Hér er um mjög svo ósmekklegan málflutning að ræða, svo ósmekklegan að fjármálastjóri sá ástæðu til þess að vekja á þessu athygli við bæjarstjóra og að með málflutningi sem þessum væri vegið að starfsheiðri hans sem embættismanns og fjármálastjóra. Bæjarstjóri vill sem yfirmaður starfsliðs bæjarins, bera fram þá eindregnu ósk til bæjarfulltrúans að hann hagi málflutningi sínum með heiðarlegri og málefnalegri hætti. Kjörnir fulltrúar hafa ábyrgð og skyldur gagnvart starfsmönnum bæjarins og það er engum sæmandi að leggja mál fram með þessum hætti. Þar með er verið að draga einstaka embættismenn inn í umræðuna og gera störf þeirra tortryggileg í pólitískum tilgangi sem er til þess fallinn að slá ryki í augu almennings.
Bókun áhreyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bæjarstjóri kýs að draga fjármálastjóra inn í málið, en þetta er pólitískt mál sem snýst um að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um afskriftir eins og þeim ber að gera, ákvörðun um að leyna upplýsingunum er ekki á valdi fjármálastjóra. - 6. mars 2013
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #600
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Afgreiðsla 1110. fundar bæjarráðs lögð fram á 600. fundi bæjarstjórnar.
- 28. febrúar 2013
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1111
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Erindinu frestað.