Daðey Albertsdóttir sálfræðingur heldur námskeiðið Ertu að tengja? Uppeldi, tengsl og foreldrahlutverkið, fyrir foreldra leikskólabarna.
Þetta tveggja daga námskeið verður haldið miðvikudagana 30. apríl og 7. maí, kl. 16-18 í fundarsal Bókasafns Mosfellsbæjar í Þverholti 2.
Skráning á námskeiðið kostar 4.000 kr. og fer fram á mos.is/tengja.
Námskeiðið miðar að því að veita foreldrum aðgengi að gagnlegum aðferðum í uppeldi barna, fræða þau um tengslamyndun og samskipti og hjálpa þeim að lesa í hegðun barna sinna til að bregðast rétt við.
Á sama tíma miðar námskeiðið að því að hjálpa foreldrum að styrkja sig í foreldrahlutverkinu og minnka streituna sem getur fylgt þessu mikilvæga hlutverki, að vera foreldri.
Allar dagsetningar |
30. apríl kl. 16:00 |
7. maí kl. 16:00 |