Mosfellsbær, í samstarfi við SAMMOS, býður til opins fundar með foreldrum þar sem aðgerðaáætlunin Börnin okkar verður kynnt og farið yfir stöðuna. Fundurinn er sjálfstætt framhald af tveimur opnum fundum með foreldrum sem haldnir voru síðastliðið haust.
Vanda Sigurgeirsdóttir stýrir hluta fundarins þar sem unnið verður með foreldrum að Samskiptasáttmála í Mosfellsbæ en slíkur sáttmáli er ein af stóru aðgerðunum í Börnin okkar. Sáttmálinn verður unninn með aðkomu nemenda, foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla, frístunda, félagsmiðstöðva og íþróttafélaga.