Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti lýð­ræð­is­stefnu sveit­ar­fé­lags­ins í októ­ber árið 2011.

Mos­fells­bær var eitt af fyrstu sveit­ar­fé­lög­un­um á land­inu að sam­þykkja slíka stefnu. Stefn­an var samin af þver­póli­tískri lýð­ræð­is­nefnd sem var sér­stak­lega sett sam­an um það verk­efni. Nefnd­in kall­aði marga að borð­inu bæði íbúa Mos­fells­bæj­ar og sér­fræð­inga í lýð­ræð­is­mál­um.

Haldn­ir voru opn­ir fund­ir og gerð­ar kann­an­ir og stefn­an er því afrakst­ur sam­vinnu íbúa, starfs­fólks og full­trúa þeirra flokka sem eiga sæti í bæj­ar­stjórn.

Leið­ar­ljós lýð­ræð­is­stefnu er að virkja íbúa til þátt­töku í mál­efn­um og stefnu­mót­un sveit­ar­fé­lags­ins og tryggja þann­ig aukna þátt­töku þeirra í ákvarð­ana­töku og mót­un nærum­hverf­is síns. Þann­ig skal stuðlað að virku íbúa­lýð­ræði sem leið­ir af sér sátt um stefnu­mót­un og ákvarð­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins.

Eft­ir að lýð­ræð­is­nefnd­in var lögð nið­ur fer bæj­ar­ráð með mál­efni lýð­ræð­is­stefn­unn­ar en Arn­ar Jóns­son, arn­ar[hja]mos.is, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar tek­ur við fyr­ir­spurn­um og held­ur utan um að­gerðaráætlun sem sam­þykkt er til tveggja ára í senn.

Lýð­ræð­is­stefna Mos­fells­bæj­ar var fyrst sam­þykkt árið 2011 og svo end­ur­skoð­uð í heild sinni árið 2015. Lýð­ræð­is­stefn­an bygg­ir á heild­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar og byggt er á gild­um sveit­ar­fé­lags­ins sem eru virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja.

Leið­ar­ljós lýð­ræð­is­stefnu er að virkja íbúa til þátt­töku í mál­efn­um og stefnu­mót­un sveit­ar­fé­lags­ins og tryggja þann­ig aukna þátt­töku þeirra í ákvarð­ana­töku og mót­un nærum­hverf­is síns . Þann­ig skal stuðlað að virku íbúa­lýð­ræði sem leið­ir af sér sátt um stefnu­mót­un og ákvarð­an­ir sveit­ar­fé­lags­ins.


1. Stjórn­sýsla og gegn­sæi

a. Íbú­ar hafi greið­an að­g­ang að öll­um gögn­um sveit­ar­fé­lags­ins, fyr­ir­tækja þess og sam­taka sem það á að­ild að, eft­ir því sem lög og reglu­gerð­ir heim­ila.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Fylgigögn verði al­mennt birt með fund­um nefnda og ráða Mos­fells­bæj­ar sam­kvæmt regl­um þar um.

ii. Mos­fells­bær hvetji fé­laga­sam­tök og fyr­ir­tæki sem Mos­fells­bær á að­ild að, og styrk­ir með ein­hverj­um hætti til þess að setja sér sam­bæri­leg­ar regl­ur um birt­ingu slíkra gagna.


b. Sí­fellt sé leitað nýrra leiða til að tryggja gott upp­lýs­ingaflæði til íbúa.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Tryggja það að vef­ur Mos­fells­bæj­ar og að­r­ir sam­skiptamiðl­ar séu mark­visst nýtt­ir til sam­skipta við íbúa og upp­lýs­inga­gjaf­ar um starf­semi sveit­ar­fé­lags­ins.

ii. Upp­lýs­ing­um á vef Mos­fells­bæj­ar sé ávallt við­hald­ið og tryggt að íbú­ar hafi sem greið­ast­an að­g­ang að þeim. Upp­lýs­ing­um skal miðlað af hlut­leysi.

iii. Fund­ar­gerð­ir nefnda verði lýs­andi fyr­ir efni fund­ar­ins og þær ákvarð­an­ir sem þar eru tekn­ar og af­stöðu ein­stakra nefnd­ar­manna í því skyni að tryggja gagn­sæi í nefnd­ar­störf­um.

iv. Upp­tök­ur af fund­um bæj­ar­stjórn­ar skulu vera að­gengi­leg­ar á vef Mos­fells­bæj­ar.

v. Halda fræðslu‐, upp­lýs­ing­a‐ og sam­ráðs­fundi um mál­efni sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir því sem þurfa þyk­ir.

vi. Nýta fjöl­miðla til að miðla upp­lýs­ing­um um starf sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir því sem við á.

vii. Íbú­ar hafi greið­an að­g­ang að bæj­ar­full­trú­um, bæj­ar­stjóra og öðr­um emb­ætt­is­mönn­um.

viii. Íbú­ar hafi greið­an að­g­ang að upp­lýs­ing­um um þjón­ustu bæj­ar­ins og leit­ast skal við að bjóða upp á víð­tæka ra­f­ræna þjón­ustu.

ix. Hver og ein nefnd leit­ist við að hafa op­inn upp­lýs­ing­a‐ og sam­ráðs­fund fyr­ir bæj­ar­búa einu sinni á ári.


c. Tryggt skal að upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hug­að­ar stjórn­valdsákvarð­an­ir, stefnu­mót­un og/eða fram­kvæmd­ir á veg­um bæj­ar­ins ber­ist tím­an­lega til hlut­að­eig­andi íbúa svo þeir geti sett sig inn í mál­ið.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Nota kynn­ing­ar­bréf, kynn­ing­ar­fundi, aug­lýs­ing­ar í fjöl­miðl­um og til­kynn­ing­ar á vef Mos­fells­bæj­ar, Íbúagátt og/eða öðr­um sam­skiptamiðl­um.


2. Sam­ráð og íbúa­kosn­ing­ar

a. Leit­ast skal við að hafa sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila áður en ákvarð­an­ir eru tekn­ar í mik­il­væg­um mál­efn­um er varða hags­muni þeirra.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Halda fundi með íbú­um í við­kom­andi hverfi eða hverf­um.

ii. Hafa sam­ráð við hverfa­sam­tök. Mos­fells­bær bjóði fram að­stoð við að stofna slík sam­tök.

iii. Fram­kvæma skoð­anakann­an­ir, til dæm­is á vef Mos­fells­bæj­ar og/eða Íbúagátt og gefa íbú­um tæki­færi til að koma með at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar

iv. Að birta nið­ur­stöð­ur skoð­anakann­ana á op­in­ber­um vett­vangi.

v. Boða sam­ráðs­fundi þar sem íbú­um og öðr­um hags­muna­að­il­um gefst kost­ur á að taka þátt í um­ræð­um og koma sjón­ar­mið­um á fram­færi áður en end­an­leg­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar.

vi. Leit­ast skal við að nýta nýj­ustu sam­skipta­tækni sem í boði er á hverj­um tíma til að eiga gagn­virk sam­skipti við íbúa.


b. Fram­kvæmd íbúa­kosn­inga fer eft­ir gild­andi ákvæð­um sveit­ar­stjórn­ar­laga.


3. Þekk­ing og fræðsla

a. Íbú­ar hafi að­g­ang að upp­lýs­ing­um um rétt sinn og tæki­færi til að hafa áhrif á stjórn­valdsákvarð­an­ir, stefnu­mót­un og fram­kvæmd­ir.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Halda reglu­lega fræðslufundi með íbú­um um lýð­ræð­is­mál, til að mynda í tengsl­um við evr­ópska lýð­ræðis­viku sem hald­in er á hverju hausti.

ii. Hafa teng­il á vef bæj­ar­ins með nán­ari upp­lýs­ing­um um íbúa­lýð­ræði og skulu þær upp­lýs­ing­ar einn­ig vera að­gengi­leg­ar á að minnsta kosti einu er­lendu tungu­máli.


b. Kjörn­ir full­trú­ar og starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar fái við­eig­andi þjálf­un og fræðslu í lýð­ræð­is­mál­um.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Reglu­lega fari fram kynn­ing og um­ræða með­al starfs­fólks og kjör­inna full­trúa um lýð­ræð­is­stefnu og mik­il­vægi henn­ar þann­ig að stefn­an verði leið­ar­ljós í dag­legu starfi


c. Í skól­um bæj­ar­ins skal fara fram markviss fræðsla um lýð­ræði í sam­ræmi við að­al­námskrá leik‐ og grunn­skóla og skóla­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Leit­ast verð­ur við að ná þessu mark­miði með því að:

i. Starfs­fólk leik‐ og grunn­skóla fái reglu­lega fræðslu og þjálf­un um lýð­ræði í skólastarfi.

ii. Efla Ung­mennaráð til að koma með aukn­um hætti að lýð­ræð­is­fræðslu.


4. Fram­kvæmd lýð­ræð­is­stefnu

a. Lýð­ræð­is­stefna er á for­ræði bæj­ar­ráðs og hef­ur for­stöðu­mað­ur þjón­ust­u‐ og sam­skipta­deild­ar Mos­fells­bæj­ar um­sjón með fram­kvæmd henn­ar.

Fylgst skal með fram­kvæmd stefn­unn­ar með­al ann­ars á eft­ir­far­andi hátt:

i. Unn­in skal fram­kvæmda­áætlun fyr­ir tvö ár í senn um þau verk­efni sem leggja skal áherslu á hverju sinni til að tryggja að ár­ang­ur ná­ist.

ii. Tek­ið skal á móti ábend­ing­um frá íbú­um hvað varð­ar fram­kvæmd lýð­ræð­is­stefnu.

iii. Lýð­ræð­is­stefna og fram­kvæmda­áætlun skal vera til um­fjöll­un­ar í bæj­ar­ráði ár­lega.


Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd ber ábyrgð á lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar.

Starfsfólk nefndar

Bæjarskrifstofa

Arn­ar Jóns­son

Sviðs­stjóri menn­ing­ar-, íþrótta- og lýð­heilsu­málaarnar@mos.is
Arn­ar Jóns­son

Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir

Forstöðumaður bókasafns og menningarmálaaudur@mos.is
AH
Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00