Baugshlíð lokuð vegna framkvæmda 4. júlí
Vegna malbikunarframkvæmda verður Baugshlíð lokuð frá Lækjarhlið / Þrastarhöfða að Vesturlandsvegi frá kl. 09:00 og fram eftir degi, fimmtudaginn 4. júlí.
Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar opinn frá 1. júlí
Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar verður opinn frá 1. júlí til og með 1. ágúst.
Gilitrutt sýnd í Mosfellsbæ í dag
Aðgerðaráætlun gegn hávaða
Mosfellsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2013-2018.Gerð aðgerðaáætlunar gegn hávaða er hluti af tilskipun Evrópusambandsins um umhverfishávaða (2002/49/EC), sem var innleidd á Íslandi með reglugerð um kortlagningu hávaða og aðgerðaáætlanir nr. 1000/2005 og hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans. Aðgerðaáætlunin er byggð á niðurstöðum kortlagningar hávaða frá árinu 2012, ásamt hávaðakortum sem sýna hljóðstig í 2 m hæð yfir jörðu.
Opið hús á Hömrum - hjúkrunarheimili í dag
Í dag, mánudaginn 1. júlí, verður opið hús klukkan 17.00 til 19.00 á Hömrum þar sem bæjarbúum gefst kostur á að skoða þetta glæsilega hús. Hjúkrunarheimilið var formlega vígt fimmtudaginn 27.júní að viðstöddu fjölmenni. Gera má ráð fyrir að fyrsta heimilisfólkið flytji inn í lok sumars. Íbúar Mosfellsbæjar eru hvattir til að líta við og nota tækifærið til að skoða þessa mikilvægu viðbót í þjónustuna í bænum.