Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. desember 2019

  Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar var af­hent í Lista­saln­um 3. des­em­ber sl. Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd aug­lýsti eft­ir hug­mynd, vöru eða þjón­ustu sem tal­ist gæti ný­lunda í sam­fé­lagi, inn­an fyr­ir­tæk­is, vöru­þró­un eða fram­þró­un á þjón­ustu eða starf­semi fyr­ir­tæk­is eða stofn­un­ar í Mos­fells­bæ.

  Þró­un­ar- og ný­sköp­un­ar­við­ur­kenn­ing Mos­fells­bæj­ar var af­hent í Lista­saln­um 3. des­em­ber sl.

  Menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd aug­lýsti eft­ir hug­mynd, vöru eða þjón­ustu sem tal­ist gæti ný­lunda í sam­fé­lagi, inn­an fyr­ir­tæk­is, vöru­þró­un eða fram­þró­un á þjón­ustu eða starf­semi fyr­ir­tæk­is eða stofn­un­ar í Mos­fells­bæ.

  Alls bár­ust þrjár gild­ar um­sókn­ir og lagði menn­ing­ar- og ný­sköp­un­ar­nefnd til við bæj­ar­stjórn að af­hent­ar yrðu tvær við­ur­kenn­ing­ar. Þær hlutu Ilm­banki ís­lenskra jurta og Yndi.

  Ilm­banki ís­lenskra jurta

  Ilm­banki ís­lenskra jurta hófst sem ný­sköp­un­ar- og rann­sókn­ar­verk­efni. Markmið verk­efn­is­ins var þró­un á vinnslu­að­ferð­um til fram­leiðslu ilm­kjarna­ol­ía úr ís­lensk­um jurt­um með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi og að það raski ekki vist­kerf­um og tryggi sjálf­bæra land­nýt­ingu í sátt við nátt­úru Ís­lands og al­menn­ing.Hönn­uð verð­ur sýn­ing í kring­um rann­sókn­ar­verk­efn­ið Ilm­banka ís­lenskra jurta og sett upp í Ála­fosskvos­inni. Sýn­ing­in er hugs­uð sem kynn­ing og upp­lif­un á ilm­um ís­lenskr­ar nátt­úru þar sem gest­ir geta þefað af helstu blóm­um og trjám í ís­lenskri nátt­úru ásamt öðru s.s. kindat­aði, bólu­þangi og fleiru skrýtnu og skemmti­legu, ásamt því að fræð­ast lít­il­lega um hverja teg­und.

  Sprota­fyr­ir­tæk­ið Yndi

  Yndi er sprota­fyr­ir­tæki sem fram­leið­ir barnafatn­að og fylgi­hluti fyr­ir börn, í sam­starfi við börn. Hönn­un fyr­ir­tæk­is­ins fer fram í sam­vinnu við börn, ým­ist í sniða­gerð, mynstur­gerð og/eða hug­mynda­vinnu.

  Stefnt er að opn­un net­versl­un­ar í byrj­un árs 2020 og sam­hliða verð­ur efnt til teikn­i­sam­keppni með­al barna og ung­menna í Mos­fells­bæ. Mun sig­ur­veg­ar­inn fá fatn­að með teikn­ingu sinni áprent­aðri að laun­um.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00