Síðustu daga og vikur hafa nokkur verkefni verið í undirbúningi hjá Mosfellsbæ er varða yfirborðsfrágang og framkvæmdir á opnum grænum svæðum.
Síðustu daga og vikur hafa nokkur verkefni verið í undirbúningi hjá Mosfellsbæ er varða yfirborðsfrágang og framkvæmdir á opnum grænum svæðum. Á eftirfarandi svæðum eru framkvæmdir annað hvort nú þegar í gangi eða fyrirhugaðar á árinu:
Opið grænt svæði neðan Uglugötu 56-58: Framkvæmdir standa yfir þar sem verið er að fjarlægja allt illgresi sem skotið hefur niður rótum á svæðinu og gera svæðið meira notendavænt fyrir íbúa hverfisins með sléttri grasflöt, grjóthleðslum og snyrtilegum yfirborðsfrágangi.
Opið grænt svæði neðan Uglugötu 66: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á nýju leiksvæði í samræmi við gildandi skipulag.
Stígalýsing meðfram göngustíg neðan Uglugötu: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á uppsetningu ljósastaura við göngustíg sem liggur meðfram Varmá, neðan Uglugötu. Þessi framkvæmd er í samræmi við íbúakosningu úr Okkar Mosó.
Stígalýsing og lagfæring stígs milli Álafosskvosar og Stekkjarflatar: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á uppsetningu ljósastaura og lagfæringu stígs milli Álafosskvosar og Stekkjarflatar. Þessi framkvæmd er í samræmi við íbúakosningu úr Okkar Mosó.
Opið grænt svæði neðan Leirvogstungu 19-29: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á yfirborðsfrágangi sem felur í sér að fjarlægja allt illgresi sem skotið hefur niður rótum á svæðinu og gera svæðið meira notendavænt fyrir íbúa hverfisins.
Jarðvegsmön meðfram aðkomuvegi inn í hverfið frá Vesturlandsvegi: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á yfirborðsfrágangi á jarðvegsmön sem felur í sér að setja mön í réttar hæðir, jafna út efni og slétta ásamt þökulögn eða grassáningu.
Opið grænt svæði við Laxatungu 116-134: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á nýju leiksvæði í samræmi við gildandi skipulag.
Nýr göngustígur neðan við nýja götu í Súluhöfða: Fyrirhugaðar framkvæmdir á árinu á nýjum göngustíg neðan við nýja götu í Súluhöfða sem mun tengjast við núverandi stígakerfi til austurs og vesturs.