Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
3. júlí 2020

    Síð­ustu daga og vik­ur hafa nokk­ur verk­efni ver­ið í und­ir­bún­ingi hjá Mos­fells­bæ er varða yf­ir­borðs­frág­ang og fram­kvæmd­ir á opn­um græn­um svæð­um.

    Síð­ustu daga og vik­ur hafa nokk­ur verk­efni ver­ið í und­ir­bún­ingi hjá Mos­fells­bæ er varða yf­ir­borðs­frág­ang og fram­kvæmd­ir á opn­um græn­um svæð­um. Á eft­ir­far­andi svæð­um eru fram­kvæmd­ir ann­að hvort nú þeg­ar í gangi eða fyr­ir­hug­að­ar á ár­inu:

    Opið grænt svæði neð­an Uglu­götu 56-58: Fram­kvæmd­ir standa yfir þar sem ver­ið er að fjar­lægja allt ill­gresi sem skot­ið hef­ur nið­ur rót­um á svæð­inu og gera svæð­ið meira not­enda­vænt fyr­ir íbúa hverf­is­ins með sléttri gras­flöt, grjót­hleðsl­um og snyrti­leg­um yf­ir­borðs­frá­gangi.

    Opið grænt svæði neð­an Uglu­götu 66: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á nýju leik­svæði í sam­ræmi við gild­andi skipu­lag.

    Stíga­lýs­ing með­fram göngustíg neð­an Uglu­götu: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á upp­setn­ingu ljósastaura við göngustíg sem ligg­ur með­fram Varmá, neð­an Uglu­götu. Þessi fram­kvæmd er í sam­ræmi við íbúa­kosn­ingu úr Okk­ar Mosó.

    Stíga­lýs­ing og lag­fær­ing stígs milli Ála­fosskvos­ar og Stekkj­ar­flat­ar: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á upp­setn­ingu ljósastaura og lag­fær­ingu stígs milli Ála­fosskvos­ar og Stekkj­ar­flat­ar. Þessi fram­kvæmd er í sam­ræmi við íbúa­kosn­ingu úr Okk­ar Mosó.

    Opið grænt svæði neð­an Leir­vogstungu 19-29: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á yf­ir­borðs­frá­gangi sem fel­ur í sér að fjar­lægja allt ill­gresi sem skot­ið hef­ur nið­ur rót­um á svæð­inu og gera svæð­ið meira not­enda­vænt fyr­ir íbúa hverf­is­ins.

    Jarð­vegs­mön með­fram að­komu­vegi inn í hverf­ið frá Vest­ur­lands­vegi: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á yf­ir­borðs­frá­gangi á jarð­vegs­mön sem fel­ur í sér að setja mön í rétt­ar hæð­ir, jafna út efni og slétta ásamt þöku­lögn eða gras­sán­ingu.

    Opið grænt svæði við Laxa­tungu 116-134: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á nýju leik­svæði í sam­ræmi við gild­andi skipu­lag.

    Nýr göngu­stíg­ur neð­an við nýja götu í Súlu­höfða: Fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir á ár­inu á nýj­um göngustíg neð­an við nýja götu í Súlu­höfða sem mun tengjast við nú­ver­andi stíga­kerfi til aust­urs og vest­urs.

     

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00