Eru orkureikningarnir of háir? Er of flókið að flokka sorp? Vistvernd í verki kann ráð við þessu og hjálpar þér að taka á málunum. Fyrsti visthópur vetrarins fer af í Mosfellsbæ 12. október nk. Hópurinn hittist í sex skipti á 2-3 mánaða tímabili og miðast þátttaka við 5-8 manns.
Stefnan tekin á vistvænan lífsstíl í Mosfellsbæ
Eru orkureikningarnir of háir? Er of flókið að flokka sorp? Vistvernd í verki kann ráð við þessu og hjálpar þér að taka á málunum. Fyrsti visthópur vetrarins fer af í Mosfellsbæ 12. október nk. Hópurinn hittist í sex skipti á 2-3 mánaða tímabili og miðast þátttaka við 5-8 manns.
Markmiðið með visthópastarfi er að auðvelda fólki að tileinka sér vistvænni lífsstíl og spara um leið í rekstri heimilisins. Á fundunum er farið yfir þætti eins og flokkun sorps, rafmagns-, hita- og vatnsnotkun, samgöngumál og innkaup.
Skráning í visthópa fer fram hjá Landvernd í síma 552-5242 eða með tölvupósti til vistvernd[hja]landvernd.is
Leiðbeinendur eru Sigrún Guðmundsdóttir, líffræðingur og Sigrún Pálsdóttir, verkefnisstjóri Vistverndar í verki.
Þátttökugjald er kr. 3000. Innifalið í verði er handbók og verkefnabók.
Bankaupplýsingar Landverndar: 301-26-9904; kt. 640971-0459
Dagskrá
12. október: Kynning og skipulag 26. október: Sorp 02. nóvember: Orka 09. nóvember: Samgöngur og vatn 16. nóvember: Innkaup 30. nóvember: Niðurstöður, útskrift Sjá auglýsingu hér Skráning hjá vistvernd[hja]landvernd.is |
|
Hvað er Vistvernd í verki?
Vistvernd í verki er alþjóðlegt umhverfisfræðsluverkefni sem miðar að því að hvetja samfélög heims til að tileinka sér vistvænan lífsstíl og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Verkefnið hóf göngu sína á Íslandi upp úr aldamótum og hafa nú hátt í 1000 fjölskyldur tekið þátt í námskeiðum á vegum Vistverndar í verki. Landvernd hýsir verkefnið á Íslandi. |