Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. október 2010

    Eru orku­reikn­ing­arn­ir of háir? Er of flók­ið að flokka sorp? Vist­vernd í verki kann ráð við þessu og hjálp­ar þér að taka á mál­un­um. Fyrsti vist­hóp­ur vetr­ar­ins fer af í Mos­fells­bæ 12. októ­ber nk. Hóp­ur­inn hitt­ist í sex skipti á 2-3 mán­aða tíma­bili og mið­ast þátttaka við 5-8 manns.

    Stefn­an tekin á vist­væn­an lífs­stíl í Mos­fells­bæ

    Eru orku­reikn­ing­arn­ir of háir? Er of flók­ið að flokka sorp? Vist­vernd í verki kann ráð við þessu og hjálp­ar þér að taka á mál­un­um. Fyrsti vist­hóp­ur vetr­ar­ins fer af í Mos­fells­bæ 12. októ­ber nk. Hóp­ur­inn hitt­ist í sex skipti á 2-3 mán­aða tíma­bili og mið­ast þátttaka við 5-8 manns.
    Mark­mið­ið með vist­hóp­astarfi er að auð­velda fólki að til­einka sér vist­vænni lífs­stíl og spara um leið í rekstri heim­il­is­ins. Á fund­un­um er far­ið yfir þætti eins og flokk­un sorps, raf­magns-, hita- og vatns­notk­un, sam­göngu­mál og inn­kaup.

    Skrán­ing í vist­hópa fer fram hjá Land­vernd í síma 552-5242 eða með tölvu­pósti til vist­vernd[hja]land­vernd.is

    Leið­bein­end­ur eru Sigrún Guð­munds­dótt­ir, líf­fræð­ing­ur og Sigrún Páls­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Vist­vernd­ar í verki.
    Þátt­töku­gjald er kr. 3000. Innifal­ið í verði er hand­bók og verk­efna­bók.
    Ban­ka­upp­lýs­ing­ar Land­vernd­ar: 301-26-9904; kt. 640971-0459

    Dagskrá

    12. októ­ber:     Kynn­ing og skipu­lag
    26. októ­ber:     Sorp
    02. nóv­em­ber:  Orka 
    09. nóv­em­ber:  Sam­göng­ur og vatn
    16. nóv­em­ber:  Inn­kaup
    30. nóv­em­ber:  Nið­ur­stöð­ur, út­skrift 

    Sjá aug­lýs­ingu hér

    Skrán­ing hjá vist­vernd[hja]land­vernd.is
    eða í síma 524-2525

    Sjá Face­book síðu

    Hvað er Vist­vernd í verki?

    Vist­vernd í verki er al­þjóð­legt
    um­hverf­is­fræðslu­verk­efni sem mið­ar
    að því að hvetja sam­fé­lög heims til að
    til­einka sér vist­væn­an lífs­stíl og
    sjálf­bæra nýt­ingu nátt­úru­auð­linda.
    Verk­efn­ið hóf göngu sína á Ís­landi upp
    úr alda­mót­um og hafa nú hátt í 1000
    fjöl­skyld­ur tek­ið þátt í nám­skeið­um á
    veg­um Vist­vernd­ar í verki.
    Land­vernd hýs­ir verk­efn­ið á Ís­landi. 

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00