Á Menningarvori í kvöld verður myndlistarkonan Inga Elín með opnavinnustofu og haldnir verða stofutónleikar með Þórarni Sigurbergssyni ogSignýju Sæmundsdóttur að heimili Ingu Elínar og Þórarins, Svöluhöfða 12kl. 20.
Á Menningarvori í kvöld verður myndlistarkonan Inga Elín með opna vinnustofu og haldnir verða stofutónleikar með Þórarni Sigurbergssyni og Signýju Sæmundsdóttur að heimili Ingu Elínar og Þórarins, Svöluhöfða 12 kl. 20.
Þórarinn og Signý flytja enska, íslenska og spænska tónlist fyrir söng og gítar frá ólíkum tímum. Meðal annars verður flutt verk eftir Oliver Kentish við eina af sonnettum Shakespeares, sem jafnframt verður lesin upp á ensku og íslensku. Önnur verk sem flutt verða eru m.a. eftir John Duarte og Joaquin Rodrigo. Allir velkomnir. |
|
Þórarinn Sigurbergsson og Signý Sæmundsdóttir |