Viðgerð vegna bilunar á stofnæð hitaveitu Mosfellsbæjar sem varð í dag er lokið og byrjað er að hleypa á heitu vatni. En sú bilun olli truflun á heitu vatni norðan Vesturlandsvegar. Það getur tekið nokkrar klukkustundir fyrir kerfið að komast í fulla virkni.
Varðandi bilun sem varð í Nesjavallavirkjun þá er hluti þeirra véla sem sjá um framleiðsluna komnar aftur af stað en virkjunin er ekki í fullum afköstum eins og staðan er þegar þessi frétt er birt. Sú bilun varð til þess að sundlaugar eru lokaðar. Nánari upplýsingar varðandi þá bilun má finna á vef Veitna.