Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. júlí 2017

    Af gefnu til­efni er til­mæl­um beint til íbúa og rekstr­ar­að­ila í byggð sem ligg­ur að Varmá, þ.e. Reykja­byggð og Ála­fosskvos, að sýna að­gát þeg­ar kem­ur að um­gengni við ræsi í göt­um. Það er óheim­ilt að hella skað­leg­um efn­um í nið­ur­föll og óæski­legt er til dæm­is að þvo bíla í húsa­göt­um.

    Af gefnu til­efni er til­mæl­um beint til íbúa og rekstr­ar­að­ila í byggð sem ligg­ur að Varmá, þ.e. Reykja­byggð og Ála­fosskvos, að sýna að­gát þeg­ar kem­ur að um­gengni við ræsi í göt­um. Það er óheim­ilt að hella skað­leg­um efn­um í nið­ur­föll og óæski­legt er til dæm­is að þvo bíla í húsa­göt­um.

    Of­an­vatn eða regn­vatn er leitt úr ná­læg­um byggð­um út í Varmá en það er eðli­leg og nauð­syn­leg ráð­stöf­un sem þekk­ist yf­ir­leitt þar sem ár renna í þétt­býli. Þá er ver­ið að tryggja að vatn úr ná­grenn­inu skili sér í árn­ar til að þær þorni ekki upp á sumrin. 

    Þess má geta að síð­ustu miss­eri hef­ur ver­ið grip­ið til ým­issa ráð­staf­ana vegna frá­veitu­mála á svæð­inu. Til dæm­is er búið að hanna nýja set­þró sem hreinsa á of­an­vatn í Reykja­hverfi. Ráð­gert er að stað­setja set­þróna á landskika ofan Reykja­mels og Reykja­byggð­ar.

    Ef íbú­ar verða var­ir við óvenju­lega meng­un í Varmá þá er nauð­syn­legt að til­kynna hana til Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00