Af gefnu tilefni er tilmælum beint til íbúa og rekstraraðila í byggð sem liggur að Varmá, þ.e. Reykjabyggð og Álafosskvos, að sýna aðgát þegar kemur að umgengni við ræsi í götum. Það er óheimilt að hella skaðlegum efnum í niðurföll og óæskilegt er til dæmis að þvo bíla í húsagötum.
Af gefnu tilefni er tilmælum beint til íbúa og rekstraraðila í byggð sem liggur að Varmá, þ.e. Reykjabyggð og Álafosskvos, að sýna aðgát þegar kemur að umgengni við ræsi í götum. Það er óheimilt að hella skaðlegum efnum í niðurföll og óæskilegt er til dæmis að þvo bíla í húsagötum.
Ofanvatn eða regnvatn er leitt úr nálægum byggðum út í Varmá en það er eðlileg og nauðsynleg ráðstöfun sem þekkist yfirleitt þar sem ár renna í þéttbýli. Þá er verið að tryggja að vatn úr nágrenninu skili sér í árnar til að þær þorni ekki upp á sumrin.
Þess má geta að síðustu misseri hefur verið gripið til ýmissa ráðstafana vegna fráveitumála á svæðinu. Til dæmis er búið að hanna nýja setþró sem hreinsa á ofanvatn í Reykjahverfi. Ráðgert er að staðsetja setþróna á landskika ofan Reykjamels og Reykjabyggðar.
Ef íbúar verða varir við óvenjulega mengun í Varmá þá er nauðsynlegt að tilkynna hana til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis.