Umfangsmikil bilun varð á stofnlögn hitaveitu sem orsakaði að loka þurfti fyrir stórt hverfi í suður- og vesturhluta Mosfellsbæjar. Unnið var að viðgerð í dag, 17. október og er komið heitt vatn á kerfið í öllum götum nema Klapparhlíð og Hlíðartúnshverfi en gera má ráð fyrir að heitt vatn verði komið þar á um kvöldmataleytið.
Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.
Starfsfólk Hitaveitu Mosfellsbæjar biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.