Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
2. desember 2020

Í ljósi þess að næstu daga stefn­ir í eitt mesta kuldakast á suð­vest­ur­horni lands­ins síð­an árið 2013 hafa Veit­ur virkjað við­bragðs­áætlun í rekstri hita­veit­unn­ar.

Sú áætlun geng­ur með­al ann­ars út á að hvetja fólk til þess að fara spar­lega með heita vatn­ið svo öll hafi nægt vatn til hús­hit­un­ar.

Sé tek­ið mið af spálíkön­um, sem nýta veð­ur­spár til að áætla notk­un, er út­lit fyr­ir að hita­veit­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fari að þol­mörk­um á föstu­dag og fram yfir helgi.

Um 90% af hita­veitu­vatni er notað til hús­hit­un­ar og því skipt­ir afar miklu máli að fólk sé með­vitað um hvern­ig nýta á það sem best.

Fólk er hvatt til að gera eft­ir­far­andi:

  • Hafa glugga lok­aða
  • Hafa úti­dyr ekki opn­ar leng­ur en þörf kref­ur
  • Láta ekki renna í heita potta
  • Stilla ofna svo þeir séu heit­ir að ofan en kald­ir að neð­an
  • Var­ast að byrgja ofna, t.d. með síð­um glugga­tjöld­um eða hús­gögn­um
  • Minnka þrýst­ing á snjó­bræðslu­kerf­um

Mik­il­vægt er að hafa í huga að þeir köldu dag­ar sem við höf­um upp­lifað und­an­far­ið hafa ver­ið í hæg­látu veðri. Nú er hins veg­ar út­lit fyr­ir tölu­verð­an vind sem veld­ur mik­illi kæl­ingu ofan á það frost sem er í kort­un­um.

Mik­il aukn­ing á notk­un

Kerfi hita­veit­unn­ar er stórt og um­fangs­mik­ið og er í sí­felldri upp­bygg­ingu sem mið­uð er að spám um fólks­fjölg­un og bygg­inga­magn. Það sem ekki var fyr­ir­séð í lang­tímaspám var sú aukn­ing sem ver­ið hef­ur í notk­un á hvern íbúa sl. ár. Til sam­an­burð­ar hef­ur sögu­leg aukn­ing i hita­veit­unni ver­ið 1,5% – 4% milli ára en heild­ar­notk­un­in í ár er 11% meiri en á síð­asta ári.

Mik­ið hef­ur ver­ið fram­kvæmt í hita­veit­unni und­an­farin ár til að mæta auk­inni eft­ir­spurn, m.a. hef­ur varma­stöð í Hell­is­heið­ar­virkj­un, sem fram­leið­ir heitt vatn fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið, ver­ið stækk­uð, dælu­geta kerf­is­ins aukin og bor­hol­ur á lág­hita­svæð­um ver­ið hvíld­ar yfir sum­ar­tím­ann til að auka að­gengi­leg­an forða yfir vetr­ar­tím­ann.

Til að bregð­ast við kuldakast­inu sem nú er í kort­un­um eru Veit­ur að hækka hitast­ig vatns­ins sem not­end­ur fá frá virkj­un­um og bor­hol­um á lág­hita­svæð­um í Reykja­vík og Mos­fells­bæ, kerf­ið hef­ur ver­ið fínstillt svo það anni sem allra mestu og unn­ið er að lag­fær­ing­um á nýj­um dæl­um er keypt­ar voru í haust og auka áttu dælu­getu kerf­is­ins. Kall­að­ir hafa ver­ið til er­lend­ir sér­fræð­ing­ar til verks­ins.

Heita vatn­ið er sam­eig­in­leg auð­lind okk­ar allra og með sam­stilltu átaki við­skipta­vina má minnka notk­un þann­ig að hita­veit­an stand­ist álag­ið sem kuldakast­ið veld­ur.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00