Veitur Mosfellsbæjar nýta sms skilaboð til að tilkynna rekstrartruflanir á heitu eða köldu vatni.
Notaður er símanúmeragrunnur frá 1819 og virkar þjónustan þannig að sms skilaboð berast símleiðis til þeirra sem hafa númer skráð við húseignir á því svæði sem tilkynningin nær yfir. Þegar skilaboðin eru send birtast hvorki nöfn né símanúmer þeirra sem taka við þeim, svo persónuverndar er ávallt gætt.
Gagnagrunnur 1819 er byggður á sameiginlegum grunni allra fjarskiptafyrirtækjanna og er þessi grunnur samræmdur við Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Íbúar geta athugað hvort rétt símanúmer sé skráð við sína húseign á vef 1819.
Ef íbúar vilja fá sms skilaboð vegna rekstrartruflana veitna þarf að skrá símanúmer hjá viðeigandi símfélagi eða senda tölvupóst á 1819@1819.is.