Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. janúar 2019

Áfram við­bún­að­ur hjá Veit­um vegna kuldakasts­ins.

Rennsli í hita­veitu­kerfi Veitna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hélt áfram að aukast í nótt. Jafn­að­ar­rennsl­ið nem­ur um 16.400 rúm­metr­um þá klukku­tíma sem notk­un­in er mest. Meg­in skýr­ing­in er aukin kynd­ing húsa og varmatap úr þeim vegna kuld­ans. Spáð er áfram­hald­andi frosti næstu daga. Sú veð­ur­spá er ástæða þess að Veit­ur hafa virkjað við­bragðs­áætlun sína. Gangi veð­ur­spá­in eft­ir gæti kom­ið til skerð­inga á af­hend­ingu á heitu vatni til stærri not­enda á föstu­dag, á með­al þeirra eru sund­laug­arn­ar.

Hvatn­ing til að fara vel með heita vatn­ið

Veit­ur hvöttu fólk í gær til að fara vel með heita vatn­ið og huga að því hvort hugs­an­lega sé vatni sóað á heim­il­um þess eða vinnu­stöð­um. Um 90% af hita­veitu­vatn­inu eru not­uð til hús­hit­un­ar. Fólk get­ur sparað heitt vatn og þar með kyndi­kostn­að sinn með því að gæta að því að glugg­ar séu ekki opn­ir og úti­dyr ekki látn­ar standa opn­ar leng­ur en þörf er á. Þá skipta einn­ig máli still­ing­ar ofna – að óþarf­lega heitt vatn renni ekki frá þeim – og að ofn­arn­ir séu ekki byrgð­ir, til dæm­is með síð­um glugga­tjöld­um eða hús­gögn­um. Þá eru heit­ir pott­ar við heim­ili tals­vert þurftafrek­ir á vatn­ið.

Stækk­uð varma­stöð í haust

Upp­bygg­ing stend­ur yfir í hita­veitu Veitna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Tals­verð aukn­ing varð á notk­un á heitu vatni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á ár­inu 2018. Árið var mun kald­ara en árin á und­an, fólks­fjölg­un var mik­il og mik­ið byggt af hús­næði. Aukn­ing notk­un­ar á heitu vatni var þó um­fram það sem þessu svar­aði. Á með­al yf­ir­stand­andi fjár­fest­inga Veitna er teng­ing eldri bor­hola við hita­veit­una, sverun að­alæða en mestu mun skipta stækk­un varma­stöðv­ar í Hell­is­heið­ar­virkj­un. Hún var upp­haf­lega ráð­gerð árið 2023 en var flýtt til hausts­ins 2019. Gangi lang­tímaspár um heita­vatns­notk­un eft­ir duga þess­ar að­gerð­ir fram und­ir miðj­an næsta ár­t­ug. Spár Veitna í þess­um efn­um eru end­ur­skoð­að­ar tvisvar á ári.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00