Starfsmenn Mosfellsbæjar vinna nú að árlegri úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ, bæði opinna leiksvæða og leiksvæðum skólastofnana.
Starfsmenn Mosfellsbæjar vinna nú að árlegri úttekt á öryggismálum leiksvæða í Mosfellsbæ, bæði opinna leiksvæða og leiksvæðum skólastofnana. Þar skoða starfsmenn öll leiktæki á leiksvæðum í Mosfellsbæ, meta ástand þeirra og gera áætlun um lagfæringar þar sem það á við. Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis fer einnig í reglubundið eftirlit með leiksvæðunum og auk þess lætur Mosfellsbær faggildan úttektaraðila taka út ástand þeirra. Reynt er að bregðast við öllum athugasemdum sem fram koma við eftirlitið.
Opin leiksvæði í Mosfellsbæ eru um 40 talsins ásamt 11 skólalóðum, og er fjöldi leiktækja ríflega 300 talsins.
Ef þú ert með ábendingu um það sem mætti lagfæra eða ert með góðar hugmyndir um úrbætur, sendu okkur línu á netfangið mos@mos.is eða hringdu í síma 525-6700. Saman gerum við bæinn betri.