Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. september 2017

    Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ. Hug­mynda­söfn­un og kosn­ing fóru fram fyrri hluta árs.

    Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ. Hug­mynda­söfn­un og kosn­ing fóru fram fyrri hluta árs. Kos­in voru 10 verk­efni og eru þau öll komin af stað, ým­ist lok­ið eða langt komin.

    Stekkj­ar­flöt úti­vistarpara­dís fékk flest at­kvæði íbúa. Þar er búið að koma upp strand­bla­kvelli og vatns­brunni. Úti­leik­völl­ur fyr­ir full­orðna var verk­efni sem gerði ráð fyr­ir lík­ams­rækt­ar­tækj­um fyr­ir full­orðna. Tækin eru nú komin upp og til­bú­in til notk­un­ar á græna svæð­inu við Klapp­ar­hlíð. Með­al ann­arra verk­efna má nefna að búið er að setja upp ung­barn­aról­ur á opin leik­svæði við Víði­teig, Hrafns­höfða, Furu­byggð og Rauðu­mýri. Þá eru komn­ir bekk­ir fyr­ir eldri borg­ara og aðra íbúa við Klapp­ar­hlíð, ver­ið er að und­ir­búa göngustíg gegn­um Teigagil­ið og end­ur­bæt­ur á göngu­brúm við Varmá og við Eyri eru í und­ir­bún­ingi. Búið er að lag­færa og snyrta gróð­ur á göngu­göt­unni fyr­ir aft­an Þver­holt og hönn­un á fugla­fræðslu­stíg með­fram Leir­vog­in­um er langt komin.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00